Catégorie: Fréttir

68% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

25. nóvember, 2011

Fréttir

68% af bókatitlum prentaðir á Íslandi Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2011. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands dragast saman um rúmlega 3 prósentustig milli ára en árið 2010 var 71,4% hlutfall á prentun bókatitla innanlands. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 690 í Bókatíðindunum […]

Desemberuppbót 2011

24. nóvember, 2011

Fréttir

Desemberuppbót 2011 Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi FBM/SA og FBM-FGT/SÍA skal upphæðin vera kr. 48.800 auk sérstaks álags kr. 15.000, samtals kr. 63.800 til þeirra sem unnið hafa fullt starf 1.12.2010 til 30.11.2011. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar […]

Formannskjör FBM-framboðsfrestur

Fréttir

Uppástungur um formann Félags bókagerðarmanna fyrir kjörtímabilið 2012-2014 skulu hafa borist skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.30 þriðjudaginn 10. janúar 2012. Farið er með uppástungur í samræmi við lög félagsins. Tillögur um formann skulu studdar af minnst 20 en mest 50 félagsmönnum. Reykjavík, 21. nóvember 2011Stjórn Félags bókagerðarmanna

Heilsuborg býður félagsmönnum FBM árskort á tilboði

Fréttir

Einstakt tilboð í Heilsuborg Faxafeni. Árskort í heilsurækt á kr. 3.900 á mánuði.  Sjá allar nánari upplýsingar um tilboðið  hér

Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

22. nóvember, 2011

Fréttir

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur. Heildarútgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þessa eru áætluð 600-650 milljónir króna. Desemberuppbætur voru jafnframt greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði árið 2010 en slíkar uppbætur höfðu þá ekki verið greiddar úr sjóðnum frá því í desember […]

Þróunarverkefnið Virkur vinnustaður formlega hafið

1. nóvember, 2011

Fréttir

VIRK endurhæfingarsjóður hefur sett af stað verkefnið Virkur vinnustaður.  Verkefnið er til þriggja ára og taka 12 fyrirtæki/stofnanir þátt, en undir þau tilheyra samtals 35 vinnustaðir með tæplega 1600 starfsmönnum. Stjórn VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs ákvað að setja þróunarverkefnið á laggirnar í kjölfar vinnustofu í ársbyrjun 2011 þar sem samankomnir voru fulltrúar atvinnurekenda, stéttarfélaga og starfsmanna VIRK. […]

Bridgemót FBM-úrslit

26. október, 2011

Fréttir

Guðmundur Sigurjónsson og Auðunn Guðmundsson sigruðu árlega tvímenningskeppni FBM sem haldin var sunnudaginn 23. október s.l. Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands. Í fyrsta sæti urðu Guðmundur Sigurjónsson og Auðunn Guðmundsson með 76 stig, í öðru sæti Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson með 69 stig og […]

Hönnunarsamkeppni -Forsíða Prentarans

25. október, 2011

Fréttir

Ritnefnd PRENTARANS efnir til samkeppni meðal félagsmanna um hönnun á forsíðu blaðsins. Hönnuðir þeirra forsíðna sem valdar verða til birtingar fá verðlaun að upphæð kr. 35.000. Hugmyndum skal skilað á tölvutæku formi (pdf, jpg) ásamt litaútkeyrslu í A4 300 dpi. Engin skilyrði eru fyrir útliti önnur en að merki Prentarans komi fram. Merki Prentarans er […]

HönnunarMars 2012 | Undirbúningur er hafinn

19. október, 2011

Fréttir

Á skömmum tíma hefur HönnunarMars tekið sér stöðu meðal helstu hátíða höfuðborgarinnar ár hvert. Í upphafi, fyrir aðeins þremur árum vissi enginn hvert stefndi með hátíðina og sitt sýndist hverjum. En með gríðarlegri þátttöku hönnuða, sem bera uppi hátíðina, samstilltu átaki félaganna sem eiga Hönnunarmiðstöð og hjálp úr mörgum áttum hefur tekist að skapa heilsteypta […]

Orlofshús til sölu

Fréttir

Félag bókagerðarmanna auglýsir orlofshús nr. 4 í Miðdal til sölu. Húsið var byggt árið 1988 og er um 43 m2 að stærð, þrjú herbergi, stofa, bað og eldhúskrókur. Í húsinu er rafmagn auk þess sem hitakútur fylgir. Húsið verður selt með innbúi en skilyrði er að fjarlægja það af landinu. Tilboð óskast í húsið og […]

Póstlisti