Styrkir sjúkrasjóðs

Sjúkrasjóður GRAFÍU styrkir félagsmenn á ýmsan hátt.  Hlutverk sjúkrasjóðs er að tryggja sjóðfélögum lágmarkstekjur ef tekjumissir verður vegna sjúkdóma eða slysa, taka þátt í útfararkostnaði og stuðla að forvarnarstarfi í heilsuvernd. Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur í veikindum starfsmanns getur löglegur og skuldlaus félagsmaður sótt skriflega um styrk til sjóðsins.

Í samræmi við 5. grein reglugerðar Sjúkrasjóðs eiga félagsmenn sem ekki greiða í Sjúkrasjóð, ekki rétt til annarra styrkja en dánarbóta. Félagsgjald sem er greitt skv. hlutastarfi veitir einungis rétt til samsvarandi hluta í styrk til sjúkrasjóðs.
Skv. ákvörðun stjórnar Sjúkrasjóðs njóta öryrkjar og félagsmenn í atvinnuleit undanþágu frá þessu ákvæði og félagsmenn á eftirlaunum njóta réttar í 24 mánuði eftir að greiðslum lýkur í Sjúkrasjóð.

Umsókn sjúkradagpeningar

Vottorð launagreiðanda

Sjúkradagpeningar: Styrkur greiðist í allt að sex mánuði  og er 80% af meðaltalstekjum síðustu sex mánaða. Mánaðarleg greiðsla getur þó aldrei verið hærri en 1.053.666 kr. á mánuði.

 

Styrkir sem eru greiddir út árlega:

Rafræn umsókn um styrk úr sjúkrasjóði

Útprentanlegt umsóknareyðublað vegna styrkja úr sjúkrasjóði

Heilsurækt: Styrkur er 50% af kostnaði félagsmanns, þó að hámarki 18.000 kr.

 

Sjúkraþjálfun – endurhæfing: Styrkur er 50% af kostnaði félagsmanns þó að
hámarki 30.000 kr.

 

Göngugreining: Styrkur er 50% af kostnaði félagsmanns að hámarki 15.000 kr.

 

Sálfræðiaðstoð: Styrkur er 50% af kostnaði félagsmanns, þó að hámarki 30.000 kr.

 

Hjartavernd: Styrkur er 50% af kostnaði félagsmanns, ein skoðun á ári.

 

Krabbameinsleit: Kembileit hjá Krabbameinsfélagi Íslands er styrkt að fullu.

 

Gleraugu: Styrkur er 50% af kostnaði félagsmanns, þó að hámarki 40.000 kr.
á 24 mánaða fresti.

 

Glasafrjóvgun: Styrkur er 25% af kostnaði félagsmanns að hámarki 100.000 kr.,
mest þrjár meðferðir.

 

Kostnaðarsöm heilbrigðisþjónusta: Sjúkrasjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu. Þó ekki kostnaði vegna tannlækninga og tannviðgerða. Kostnaðarsöm heilbrigðisþjónusta telst vera þegar útlagður kostnaður er 85.000 kr. eða hærri. Styrkur er metinn hverju sinni og er ekki hærri en 40% af kostnaði eða hámark 80.000 kr., auk þátttöku í ferðakostnaði, sé um hann að ræða. Styrk samkvæmt þessari reglu er að jafnaði ekki hægt að veita sama félagsmanni nema einu sinni á þriggja ára tímabili.
Undir kostnaðarsama heilbrigðisþjónustu telst t.d. eftirtalið:
• Laser sjónaðgerð
• Heyrnartæki
• Dvöl á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

 

Ferðastyrkur: Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á mili til aðgerða eða rannsókna að læknisráði. Sækja verður um styrk til TR.
Hafni TR greiðslu er greitt fyrir:
40 til 100 km                   3.000 kr.
100 til 250 km                6.000 kr.
250 til 400 km              10.500 kr.
400 km og lengra        15.000 kr.
Hámark er greitt fyrir 25 ferðir á ári.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn: Löggilt frumrit af kvittun frá meðferðaraðila. Afrit af höfnunarbréfi TR.

 

Áfengis- og vímuefnameðferðir:
Hafi félagsmaður dvalið á viðurkenndu endurhæfingarhæli vegna ofneyslu áfengis eða fíkniefna veitir sjóðurinn styrk í allt að sex vikur.

 

Veikindi barna: Styrkur greiðist í allt að 30 daga á hverju 12 mánaða tímabili vegna veikinda barna og í allt að 90 daga vegna langveikra barna. Styrkur miðast við 80% af meðaltalslaunum síðustu sex mánaða, enda missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra.

 

Veikindi maka: Styrkur greiðist í allt að 90 daga á hverju 12 mánaða tímabili vegna mjög alvarlegra veikinda maka. Styrkur miðast við 80% af meðaltalslaunum síðustu sex mánaða, enda missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra.

 

Eingreiddar dánarbætur virkra félagsmanna:

a) Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga eru 380.400.-krónur. Dánarbætur renna til dánarbús hins látna

b) Aðrar dánarbætur – félagsmenn hættir störfum vegna aldurs/örorku
Við andlát félagsmanns, sem ekki er á vinnumarkaði en var sjóðfélagi við starfslok er stjórn sjóðsins heimilt að greiða til dánarbús hins látna hluta dánarbóta.

Skilyrði greiðslu skv. þessum lið er að hinn látni hafi verið sjóðfélagi samfellt síðustu  5 ár fyrir starfslok vegna aldurs/örorku, þ.e. var síðast félagsmaður GRAFÍU-stéttarfélags. Greiðsla til eftirlifandi maka eða barna innan 18 ára aldurs skal vera að hámarki kr. 190.200. Stjórn sjóðsins hefur heimild til þess að greiða hluta dánarbóta til annarra lögerfingja sem kosta útför hins látna, að hámarki kr. 126.800.

Bótafjárhæðir miðast við vísitölu neysluverðs pr. 1.1 2019 og taka sömu breytingum og hún.

Til baka

Póstlisti

Viðburðir á næstunni

Engir viðburðir eru skráðir ennþá.