Námsstyrkir

Rafræn umsókn um námsstyrk

 

Útprentanlegt eyðublað fyrir umsókn um námsstyrk

• Eyðublað er sótt á  www.grafia.is
• Eindagar umsókna: 15. hvers mánaðar, september-maí.
• Umsókn skal berast áður en nám hefst.

Prenttæknisjóður veitir styrki til starfstengds náms. Styrkir eru eftirfarandi:

Starfstengt nám

Greiðslur i Prenttæknisjóð Niðurgreiðsla í % Hámarksfjárhæð
12 mánaða greiðslur 50% af námsk.gjaldi 140.000 kr. á ári
24 mánaða greiðslur 75% af námsk.gjaldi 280.000 kr. á ári

Um styrki vegna lengra náms á námsbrautum í starfstengdu námi þarf að sækja sérstaklega til Prenttæknisviðs IÐUNNAR. „Sviðsstjórn hefur heimild til að víkja frá reglum í sérstökum https://www.high-endrolex.com/32
tilvikum
„.

Fræðslusjóður GRAFÍU

Tegund náms Fjárhæð styrks Hámarksfjárhæð
Nám innanlands og erlendis, skilyrði 24 mánaða greiðslur í Fræðslusjóð 75% af kostnaði 280.000 kr. á ári
Tómstundanám, skilyrði 6 mánaða greiðslur í Fræðslusjóð 75% af kostnaði 70.000 kr. á ári
Ferðastyrkur landsbyggðarfélaga 75% ferðakostnaður 90.000 kr. á ári
Styrkur til atvinnulausra 80% af kostnaði 450.000 kr. á ári

Fræðslusjóður styrkir nám og tómstundanám hjá viðurkenndum fræðsluaðilum sem þó ekki er starfstengt hjá félagsmanni. Auk þess veitir sjóðurinn ferðastyrki vegna náms erlendis. Greiðendur í sjóðinn eru félagsmenn Grafíu sem starfa í prent- og auglýsingaiðnaði í samræmi við kjarasamninga SA og SÍA við Grafíu

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að greitt hafi verið af viðkomandi í Fræðslusjóð í a.m.k. 24 mánuði og að umsókn berist áður en nám hefst.

Nám innanlands og erlendis tekur á öllu viðbótarnámi sem leiðir til starfsréttinda eða auknum
þroska á vinnumarkaði en er ekki tengt starfi viðkomandi. Námsgögn og uppihald er ekki styrkhæft.

Tómstundanám tekur til námskeiða og náms sem ekki falla undir skilgreiningu á námi innanlands og erlendis heldur eru sótt til að öðlast færni á öðrum sviðum. Sem dæmi um tómstundanám má nefna námskeið í tengslum við matreiðslu, útskurð, myndlist, uppeldi, dans o.fl. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að viðkomandi hafi greitt í Fræðslusjóð í a.m.k 6 mánuði.

Ferðastyrkur, þ.e. flugfar eða aksturspeningar, er greiddur í samræmi við sambærilegar
reglur IÐUNNAR fræðsluseturs hverju sinni á heimasíðu IÐUNNAR, www.idan.is. Ferðastyrkur til þeirra sem stunda nám fjarri heimabyggð eða erlendis er að hámarki 90.000 kr. á ári.

Umsækjendur í virkri atvinnuleit fá undantekningu frá almennum reglum sjóðsins um hámarksupphæðir
auk þess sem þeir njóta sérstakra kjara hjá IÐUNNI. Einnig eru sérstakir styrkir veittir vegna frekara náms.

 

Styrkir á fagtengdar sýningar 

Allt að tíu styrkir eru veittir á hverju ári vegna ferða á fagtengdar sýningar. Félagsmaður getur sótt um þennan styrk á fjögurra ára fresti.

Greiðlsur til Prenttæknisjóðs og Fræðslusjóðs þurfa þá að hafa verið í 24 mánuði og upphæð styrks er 125.000 kr.

 

Til baka

Póstlisti