Catégorie: Fréttir

Stjórn FBM mótmælir auknum álögum

17. september, 2014

Fréttir

Stjórn FBM mótmælir auknum álögum á þorra launafólks sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar felur í sér.   Breyting vsk hreyfir verðlag á matvælum Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr 7% í 12% kemur verst niður á tekjulægri heimilum. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu, sem ríkisstjórnin leggur nú til, leggst með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann […]

FBM mótmælir hækkun virðisaukaskatts á bækur

Fréttir

Félag bókagerðarmanna mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr 7% í 12%. Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess […]

Bókin lifir – skemmtileg IKEA auglýsing um „Bókbók“

8. september, 2014

Fréttir

Hér má sjá auglýsinguna http://time.com/3265308/ikea-catalog-2015/

Ofurlaun forstjóranna sett í samhengi

3. september, 2014

Fréttir

Forstjórar með tugföld árslaun á við venjulegt launafólk Fyrir bankahrun sáum við í íslensku atvinnulífi ævintýraleg kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum sem  þegar verst lét voru slík að það tæki 5-6 verkamenn alla starfsævina að vinna sér inn laun sem samsvara árslaunum eins manns. Þessi tími virðist kominn aftur. Ný athugun ASÍ sýnir nefnilega að nokkrir forstjórar […]

Opið hús á Hverfisgötu 21 á Menningarnótt

21. ágúst, 2014

Fréttir

Opið hús verður í fjórum húsum Reykjavík Residence hótels við Hverfisgötu og Veghúsastíg á Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst, kl. 14-17. Öll eru húsin um aldargömul; byggð árin 1910, 1912, 1914 og 1920. Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari í Brúarsmiðjunni, leiðir gesti um húsin og stiklar á helstu tímabilum í sögu þeirra, með aðstoð góðra gesta sem þekkja […]

Tryggvi Rúnarsson Meistari FBM í golfi 2014 á 86 höggum

11. ágúst, 2014

Fréttir

Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 9. ágúst í frábæru veðri. Þetta var í nítjánda sinn sem mótið er haldið í Miðdal. 22 þátttakendur mættu til leiks.Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf. Einnig var keppt í höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst […]

Golfmót FBM í Miðdal 9. ágúst

15. júlí, 2014

Fréttir

Miðdalsmótið 2014, golfmót FBM verður haldið laugardaginn 9. ágúst á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Ræst verður út kl. 11.00, en mæting er kl. 10:15. Gert er ráð fyrir að fjórir séu í hverjum ráshópi og verða allir ræstir út á sama tíma. Keppendum verður raðað á teiga í upphafi móts. Féalgsmenn FBM eru hvattir til að […]

FJÖRIÐ VERÐUR Í MIÐDAL Í SUMAR

14. júlí, 2014

Fréttir

Fjölskylduhátíð FBM verður haldin í Miðdal laugardaginn 2. ágúst. Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðri salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið og leiktæki fyrir börnin.

Norrænt bókband – síðasta sýningarvika

13. júlí, 2014

Fréttir

Norrænt bókband 2013- Sýning í Þjóðarbókhlöðunni.   Sýningin Norrænt bókband 2013 hefur verið framlengd fram til 31 júlí. Sýningin er í Landsbókasafni Íslands, Þjóðarbókhlöðunni. Þar sýna bókbindarar frá norðurlöndunum listaverk sín í bókbandi. FBM hvetur félagsmenn til að kynna sér þessa sýningu.

Orlofshús til sölu í Miðdal

1. júlí, 2014

Fréttir

Miðdalur skartar sínu fegursta og kjörið tækifæri að skoða hnappinn orolfshús til sölu hér á síðunni. Um þessar mundir eru nokkur hús til sölu  og því tilvalið að kanna úrvalið. 

Póstlisti