Sumarhús til sölu

Til sölu

G-Gata 10 í Miðdal

Húsið er 39 fm en er talið nokkru stærra auk tveggja geymsluskúra sem standa á lóðinni og fylgja með.
Húsið skiptist niður í forstofu, snyrtingu, eldhús með innréttingu, tvö svefnherbergi og rúmgóða og bjarta stofu með hurð út á rúmgóðan sólpall.
Tveir óeinangraðir geymsluskúrar standa við húsið og fylgja með.

Myndir og nánari upplýsingar eru í slóðinni hér að neðan:
https://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/894854/?q=5d70f5d0c7d5260ed2d53d86034eb868&item_num=0

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

 

Til sölu

F-Gata 7 þ.e. sérlega fallegt 3ja herbergja sumarhús 39 fm í efribyggð, næst efsta gatan, í landi Miðdals. Húsið er byggt úr timbri á staðnum á afar fallegri ræktaðri hornlóð sem er 900 fm leigulóð. Mikið af trjám og blómum, (eins og smá skrúðgarður). Sjón er sögu ríkari. Húsið er innréttað þannig: panelklæddur að innan, massívt parket á gólfum, tvö herbergi, björt stofa, og snyrtilegur eldhúskrókur innaf stofu. Rúmgott baðherbergi og fín sturtuaðstaða. Nýlegur hitakútur. (Rafmagn) Pallar umhverfis allan bústaðinn, og síðan er fremri pallur líka. Að sögn eiganda er eignin í topp standi. Garðhýsi/verkfærageymsla er ca 5 fm (ekki í fm tölu eignar) Gestahús er nýtt bjálkahús ca 21 fm þaraf 12 fm svefnloft. Það er að mestu fullbúið að sögn eiganda. (ekki í fermetratölu eignar) Frábært útsýni og staðsetning, m.a. yfir Laugavatn og suðurlands undirlendið.

Nánari upplýsingar veitir

Einar Hermannsson

GSM: 860-0662

Til sölu

Sumarhús í Miðdal Laugarvatni í efstu götu  Litlustekkjarhlíð nr. 2.
Húsið er 36 m2, vel viðhaldið, rafmagn, rafmagnshitun og hitakútur fyrir vatn.
Verðtilboð óskast. Fasteignamat er 9,7 milljónir.

Byggingarár 1979

Svefnherhergi 2 og svefnloft

Lokað svæði með rafmagnshliði.

Upplýsingar hjá Hafliða í s. 895 1364

Til baka

Póstlisti

Viðburðir á næstunni

Engir viðburðir eru skráðir ennþá.