Bridgemót FBM-úrslit
26 okt. 2011
Guðmundur Sigurjónsson og Auðunn Guðmundsson sigruðu árlega tvímenningskeppni FBM sem haldin var sunnudaginn 23. október s.l.
Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands.
Í fyrsta sæti urðu Guðmundur Sigurjónsson og Auðunn Guðmundsson með 76 stig, í öðru sæti Guðjón Garðarsson og Kristján Albertsson með 69 stig og í þriðja sæti Þórarinn Beck og Sveinn Sigurjónsson með 59 stig. Spilastjóri var Rúnar Gunnarsson.
Verðlaunahafar F.v. Kristján Albertsson, Guðjón Garðarsson, Sveinn Sigurjónsson, Þórarinn Beck, Guðmundur Sigurjónsson og Auðunn Guðmundsson.