Catégorie: Fréttir

Leitað að hæfileikaríkum teiknara

5. janúar, 2012

Fréttir

Eftirfarandi barst frá Félagi íslenskra teiknara. Auglýsingastofan Plánetan leitar að hæfileikaríkum teiknara (illustrator) til að myndskreyta indverska veitingahúsið Austurlandahraðlestina. Um er að ræða myndskreytingar í glugga og á veggi í þremur stöðum fyrirtækisins auk almálunar á sendibíl fyrirtækisins. Auk þess verður óskað eftir myndskreytingum í nokkrar auglýsingar, matseðil og e.t.v. fleiri tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf […]

Samkeppni um veggspjald Listahátíðar í Reykjavík 2012

4. janúar, 2012

Fréttir

Listahátíð í Reykjavík, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, efnir til opinnar samkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna, um veggspjald Listahátíðar í Reykjavík 2012.  Sjá nánar á vef listahátíðar www.listahatid.is

Bráðabirgðaákvæði um skert starfshlutfall fellur niður um áramót

30. desember, 2011

Fréttir

Vinnumálastofnun vill benda á að að gildistími ákvæða til bráðabirgða V og VI í lögum um atvinnuleysistryggingar fellur niður um næstu áramót. Brottfall ákvæðisins felur það í sér að allir sem notið hafa greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði skv. þeim eru afskráðir frá og með áramótum. Það á við um þá sem hafa fengið greiddar atvinnuleysisbætur í […]

Samtökum um kvennaathvarf veittur styrkur

Fréttir

Mánudaginn 19. desember veitti  Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík Samtökum um kvennaathvarf styrk að upphæð kr. 500.000.  Rekstrarstýra Kvennaathvarfsins veitti styrknum viðtöku og mun hann nýtast vel til frekari uppbyggingar barnastarfs í athvarfinu. Kvennaathvarfið verður opið yfir hátíðirnar eins og aðra daga og veitir skjól konum og börnum þeirra sem ekki geta dvalið heima hjá sér […]

Búið að opna fyrir leigu á orlofshúsum frá 1. mars 2012

20. desember, 2011

Fréttir

Við höfum nú opnað fyrir bókanir frá 1. mars – 31. maí 2012 á orlofsvef félagsins. ATH að Páskar eru í sérstakri úthlutun sem verður auglýst eftir áramótin. Félagsmenn geta skoðað laus hús, pantað og gengið frá greiðslu með kreditkorti. Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að síðunni. Kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu […]

Ályktun stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða

14. desember, 2011

Fréttir

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar í skattlagningu á eignir lífeyrissjóðanna er harðlega mótmælt og öðrum auknum álögum sem koma til með að skerða lífeyrisgreiðslur úr almennu sjóðunum. Ályktunin er svohljóðandi:„Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða mótmælir harðlega hvers konar nýjum álögum á starfsemi lífeyrissjóða, hvort sem þær eru í […]

FBM heldur jólaskemmtun 28. desember

12. desember, 2011

Fréttir

FBM býður félagsmönnum sínum og börnum þeirra á jólaskemmtun 28. desember 2011 kl. 17-19 Leikritið Sigga og skessan verður sýnt.Jólasveinar mætar og skemmta börnunum og margt fleira. Skemmtun verður í félagsheimilinu Hverfisgötu 21 Aðgangur ókeypis Stjórn FBM

Forsíðukeppni Prentarans – úrslit

7. desember, 2011

Fréttir

Dómnefnd í forsíðukeppni Prentarans kom saman 24. nóvember og valdi þrjár forsíður til birtinga í Prentaranum. Alls bárust um 20 tillögur frá 7 hönnuðum.  Dómnefndina skipuðu, Björn Sigurjónsson, sviðstjóri Prenttæknisviðs IÐUNNAR, Kalman le Sage de Fontenay, grafískur hönnuður, og Svanhvít Stella Ólafsdóttir, kennari á upplýsinga og fjölmiðlabraut Tækniskólans.   Hér fyrir neðan má sjá vinningssíðurnar […]

Opinn fundur ASÍ – Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi?

29. nóvember, 2011

Fréttir

Alþýðusamband Íslands boðar til opinna funda um vexti og verðtryggingu á Grand Hótel Reykjavík. Fyrsti fundurinn er fimmtudaginn 1. desember kl. 17 og ber hann yfirskriftina; Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi? Þetta er fyrri fundurinn af tveimur hjá ASÍ nú í desember en svo er meinging að halda áfram í desember.  Sá […]

Nýtt fréttabréf ASÍ komið út

28. nóvember, 2011

Fréttir

Í fréttabréfi nóvembermánaðar er m.a. reynt að svara þeirri fullyrðingu sem oft heyrist fleygt að bætur dragi úr viljanum til vinnu. Einnig er gerðu samanburður á framlögum á Íslandi og ESB löndum til virkra vinnumarkaðsaðgera, nýr dómur Hæstaréttar um það hvort greiða skuli fyrir auknar starfsskyldur er reifaður og birt eru brot úr fróðlegu erindi […]

Póstlisti