Lögfræðiaðstoð
GRAFÍA stéttarfélag býður félagsmönnum sínum lögfræðiþjónustu. Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur félagssins hefur viðtalstíma einu sinni í mánuði og er það viðtal félagsmönnum að kostnaðarlausu. Þurfi menn á frekari lögfræðiaðstoð að halda fær viðkomandi 25% afslátt af gjaldskrá.
Heimilt er að bera fram bæði persónuleg mál sem og mál tengd starfi viðkomandi.
Viðtalstímarnir eru frá kl. 16.00 -18.00 fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði.
Félagsmönnum er bent á að panta tíma á skrifstofu félagsins. Síminn er 552 8755.