Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um einkennismerki fyrir félagið. Félagið stendur nú á tímamótum þar eð nafninu var breytt nýverið úr Félagi bókagerðarmanna í Grafíu. Nafnabreyting félagsins kallar á nýtt merki. Samkeppnin er öllum opin en veitt verða ein verðlaun að upphæð 750.000 kr. fyrir […]
Prentstaður íslenskra bóka 2015 Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2015. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 334 og fækkar um 43 frá fyrra ári og sem hlutfall af heild dregst það saman milli ára um rúmlega 7%, er 51,8% í ár en árið 2014 […]
Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi Grafíu.FBM/SA og Grafíu.FBM/FA.SÍA skal upphæðin vera kr. 78.000 til þeirra sem unnið hafa fullt starf 1.12.2014 til 30.11.2015. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar í kjarasamningum.
Eftirfarandi frétt birtist á Mbl. 2. nóvember 2015 Tólf starfsmönnum prentsmiðjunnar Odda hefur verið sagt upp í hagræðingarskyni. Baldur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Odda, segir aðgerðirnar hafa verið nauðsynlegar þar sem samdráttur hafi orðið á verkefnum miðað við áætlanir. Samkeppni við erlenda aðila hafi gengið illa vegna sterks gengis krónunnar. Uppsagnirnar náðu til allra deilda fyrirtækisins og […]
Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson sigruðu tvímenningskeppni Grafíu sem haldin var sunnudaginn 1. nóvember s.l. Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands og einnig voru veitt bókaverðlaun. Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigurðsson með 83 stig, í öðru sæti Guðjón […]
Ályktun um kjaramálSamþykkt á formannafundi ASÍ 28. október 2015 Formannafundur ASÍ lýsir yfir áhyggjum af stöðu efnahags- og kjaramála. Skortur á samstöðu, órói og átök hafa einkennt íslenskan vinnumarkað, allt frá því að þeirri launastefnu sem samið var um á almennum vinnumarkaði í árslok 2013 var hafnað. Síðan þá hefur hver hópur á vinnumarkaði farið […]
Eggert Ísólfsson Skákmót Grafíu var haldið sunnudaginn 25. október. Sex þátttakendur mættu til leiks. Eggert Ísólfsson sigraði mótið með 8 vinninga af 10 mögulegum. Í öðru sæti var Jón Úlfljótsson með 7 ½ vinning og í þriðja sæti Georg Páll Skúlason með 7 vinninga. Tefldar voru 5 mínútna skákir allir við alla tvöföld umferð.
Ráðstefna á vegum EGIN (European Graphic/Media Industry Network) og IÐUNNAR fræðsluseturs um framtíð miðlunarstarfa fer fram í Reykjavík þann 22. og 23. október næstkomandi. Sjá nánar hér