Fréttir

HönnunarMars 2012 | Undirbúningur er hafinn

19 okt. 2011

Á skömmum tíma hefur HönnunarMars tekið sér stöðu meðal helstu hátíða höfuðborgarinnar ár hvert. Í upphafi, fyrir aðeins þremur árum vissi enginn hvert stefndi með hátíðina og sitt sýndist hverjum. En með gríðarlegri þátttöku hönnuða, sem bera uppi hátíðina, samstilltu átaki félaganna sem eiga Hönnunarmiðstöð og hjálp úr mörgum áttum hefur tekist að skapa heilsteypta hátíð íslenskrar hönnunar sem eftir er tekið.

Í kjölfar HönnunarMars 2011 gerðir Capacent könnun á vitund og þátttöku almennings á hátíðinni. Í ljós kom að 10% þjóðarinnar tóku þátt í dagskránni og mikill meiri hluti hennar þekktu til HönnunarMars. Þetta er frábær árangur. Undirbúningur HönnunarMars 2012 er hafinn í Hönnunarmiðstöð og meðal félaganna.

Á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar er hægt að lesa sér til um verkefnið og finna upplýsingar um tengiliði. HönnunarMars fer fram dagana 22. – 25. mars 2012. Stefnt er að því að senda upplýsingar út í heim um dagskrá HönnunarMars nú í október. Allar nánari upplýsingar má finna hér

Til baka

Póstlisti