Tjaldsvæðið í Miðdal

Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi með salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið þar sem eru leiktæki fyrir börn; ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf.

tjaldsv03

Félagsmenn greiða 1.400 kr. á tjald, pr. nótt gegn framvísun félagsskírteinis en gestir félagsmanna greiða kr. 2.300 á tjald pr. nótt.  Félagsmenn geta keypt klippikort 10 nætur á 10.000 kr.  Rafmagn kostar 600 kr. pr. nótt.

Félagsmönnum GRAFÍU er heimilt að taka með sér gesti á svæðið, ekki dugar að félagsmaður veiti utanaðkomandi leyfi til að tjalda ef að hann er ekki sjálfur á svæðinu.

Félagsmenn sem eiga  tjaldvagn, felli- og hjólhýsi geta staðsett hýsið á sérstökum stað á tjaldsvæðinu í allt að 12 vikur yfir sumarið. Verð 17.500 kr.

 

Stórt samkomutjald er til útleigu fyrir gesti tjaldsvæðis en leigan pr. sólarhring er 25.000 kr. Panta þarf tjaldið á skrifstofu GRAFÍU s. 552 8755

unnamed 1

 

tjaldsv01

GRAFÍA tekur enga ábyrgð á útilegubúnaði á svæðinu.

Hundahald er leyfilegt á tjaldsvæðinu, hundur skal vera í hæfilega löngu bandi (3 metrar) og eigandanum er gert skylt að þrífa upp eftir hundinn.  Brot á þessum reglum varðar brottrekstur af orlofssvæðinu.

Hundahald er stranglega bannað í orlofshúsum GRAFÍU.

tjaldsv02

Til baka

Póstlisti

Viðburðir á næstunni

Engir viðburðir eru skráðir ennþá.