Catégorie: Fréttir

Norrænt bókband 2013

1. september, 2011

Fréttir

Danir eru gestgjafar Norrænu bókbandssýningarinnar 2013. Þeir hafa sent út boð  til bókbindara á Norðurlöndum að taka þátt í sýningunni.Frestur til að tilkynna þátttöku er 1. nóvember 2011.Sjá allar nánari upplýsingar hér

Fjölskylduhátíð FBM haldin með pompi og prakt

9. ágúst, 2011

Fréttir

Fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins fór fram með hefðbundnu sniði laugardaginn 30. júlí. Nokkur fjöldi félagsmanna og fjölskyldna þeirra sótti hátíðina.  Þrátt fyrir rigningaspá þá létu félagsmenn það ekki stoppa sig, enda kom það á daginn að um leið og skrúðgangan hélt af stað þá stytti upp. Allir skemmtu sér vel í Miðdalnum í sól og […]

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011

8. ágúst, 2011

Fréttir

Þann 16. júní s.l. fengu tíu nýsveinar afhent sveinsbréf sín í bókiðngreinum. Tveir luku sveinsprófi úr bókbandi og átta úr prentun. Samtök iðnaðarins og Félag bókagerðarmanna bauð til móttöku þar sem afhendingin fór fram í sal Félags bókagerðarmanna að Hverfisgötu 21. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri prenttæknisviðs IÐUNNAR fræðsluseturs flutti stutt ávarp fyrir hönd SI og […]

MIÐDALSMÓTIÐ – 2011 Páll Arnar Erlingsson Meistari FBM.

Fréttir

Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal     6. ágúst. Þetta var í sextánda sinn sem mótið er haldið í Miðdal. 39 þátttakendur mættu til leiks í blíðskaparveðri. Verðlaunahafar f.v. Hrefna Óskarsdóttir, Ólafur Bergmann Bjarnason, Sigrún Sæmundsdóttir, Sigurlaug Björk Guðmundsdóttir, Theodór J. Guðmundsson, Rudolf Nielsen, Erling Þór Jónsson og Páll Erlingsson.   […]

Prenttæknisvið kaupir Press Optimizer frá Xrite

Fréttir

CIE lab press optimizerCIE lab mælibúnaður á prenttæknisviði IÐUNNAR Prenttæknisvið IÐUNNAR fræðsluseturs keypti á dögunum Xrite Press Optimizer og Xrite Spectro Eye litrófsmæli auk hugbúnaðar til þess að auðvelda prentsmiðjum aðlögun að vottun samkvæmt ISO staðli nr. 12647. Búnaðurinn hentar vel til að fylgjast með gæðum framleiðslunnar, og hvort hráefni prentsmiðja standist gæðakröfur. Búnaðurinn hefur […]

Golfmót FBM 6. ágúst

3. ágúst, 2011

Fréttir

Golfmót FBM verður haldið með hefðbundnu sniði laugardaginn 6. ágúst. Sjá nánar hér

Fjölskylduhátíð í Miðdal laugardaginn 30. júlí

7. júlí, 2011

Fréttir

Fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins verður haldin laugardaginn 30. júlí á orlofssvæði félagsins í Miðdal við Laugarvatn. Skemmtunin verður með hefðbundnu sniði. Sjá nánar hér

Nýr kauptaxti gildir frá 1. júní 2011

21. júní, 2011

Fréttir

Á næstu dögum verður nýjum kauptaxta sem gildir frá 1. júní 2011 dreift í öll fyrirtæki sem greiða samkvæmt kjarasamningi FBM og SA og kjarasamningi FGT og SÍA. Almenn launahækkun 4.25 % ætti að greiðast á öll laun í júní. Félagsgjöld hækka um 4,25% frá 1. júní 2011. Sjá vefútgáfu hér

Styrkir Myndstefs 2011

Fréttir

Félagsmenn FGT eru hvattir til að kynna sér verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki Myndstefs 2011. Auglýsing um umsóknir hefur verið sett upp á vef Myndstefs. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2011. Nánari upplýsingar: www.myndstef.is

ASÍ, SA og RSK í samstarf gegn svartri atvinnustarfssemi

16. júní, 2011

Fréttir

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Ríkisskattstjóri hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn skattsvikum. Átakið sem ber yfirskriftina, Leggur þú þitt af mörkum, er ætlað að hvetja atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Athyglinni verðu beint sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Átakið er hluti af nýgerðum kjarasamningum. Áhersla […]

Póstlisti