Fyrir launagreiðendur

ATH: Innheimta félagsgjalda, sjúkrasjoðs, fræðslusjóðs, orlofssjóðs og prenttæknisjóðs vegna félagsmanna GRAFÍU er hjá Rafiðnaðarsambadi Íslands, Stórhöfða 29-31 frá og með 1. janúar 2025 og flyst frá Birtu lífeyrissjóði.

Launagreiðendur athugið: Fagfélögin hafa nú tekið við móttöku skilagreina.

Í þeim undantekningartilvikum sem launakerfið biður um notendanafn, lykilorð eða veflykil þá gildir kennitala fyrirtækisins sem er að skila iðgjaldinu.

Fagfélögin tóku við móttöku skilagreina og innheimtu félagsgjalda fyrir félagsfólk RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands), þann 1. janúar 2025.

Slóð á rafræna skilagrein má finna hér.

Netfangið er skilagrein@fagfelogin.is.

Vefskil fyrir þá sem ekki eru með launakerfi

Nánari upplýsingar um innheimtu Fagfélaganna má sjá hér.

 

Samkvæmt kjarasamningi milli GRAFÍU og Samtaka atvinnulífsins

Gildir frá 1. febrúar 2024

  • Félagsgjald er 1% af öllum heildarlaunum.
  • Sjúkrasjóður (S982) 1%, reiknast af heildarlaunum.
  • Orlofssjóður (O982) 0,25%, reiknast af heildarlaunum.
  • Prenttæknisjóður 1,1% reiknast af heildarlaunum.
  • Fræðslusjóður GRAFÍU fast gjald kr. 1.560.

Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar er 10. dagur næsta mánaðar. Eindagi er síðasti dagur
þess mánaðar. Eftir þann tíma skulu vangoldin iðgjöld innheimt með dráttarvöxtum frá
gjalddaga.

ATH: iðgjaldaskil

Rafiðnaðarsamband Íslands – Stórhöfði 29-31 – 110 Reykjavík.

Kennitala 440472-1099 – Nánari upplýsingar á rafis.is

Vegna lífeyrisgjalda og til endurhæfingasjóðs

Birta lífeyrissjóður – Sundagörðum 2 – 104 Reykjavík.

Bankareikningur 526-26-400800 – Kennitala 430269-0389.

Nánari upplýsingar á birta.is

 

Til baka

Póstlisti