Hagnýtar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur

Vinnumálastofnun sér um greiðslu félagsgjalda til GRAFÍU sé þess óskað á umsókn um atvinnuleysisbætur. Greiðsla félagsgjalds af atvinnuleysisbótum er hugsað fyrir þá sem hafa greitt síðustu 6 mánuði til félagsins áður en þeir verða atvinnulausir  og vilja viðhalda réttindum sínum.  Þeir sem hafa ekki greitt til félagsins  síðustu 6 mánuði fyrir atvinnuleysi geta ekki unnið sér inn réttindi  með því að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótunum.

Réttindi félaga í GRAFÍU sem eru í atvinnuleit:

 • Fræðslusjóður GRAFÍU veitir 80% styrki til náms
 • Námskeið hjá Prent og miðlunarsviði IÐUNNAR www.idan.is Aðilar eru hvattir til að hafa samband við ingirafn@idan.is og fá ráðgjöf
 • Prent- og miðlunarsvið IÐUNNAR veitir félögum starfs- og námsráðgjöf þeim að kostnaðarlausu www.idan.is

Réttindi félaga í GRAFÍU almennt:

 • GRAFÍA veitir félagsmönnum lögfræðiaðstoð
 • GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til líkamsræktar
 • GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til sjúkraþjálfunar og endurhæfingar
 • GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til sálfræðiþjónustu
 • GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til kaupa á gleraugum
 • GRAFÍA veitir félagsmönnum styrk til kembileitar hjá Krabbameinsfélagi Íslands
 • GRAFÍA veitir styrki vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu t.d. lasersjónaðgerðar, heyrnartæki, dvöl á NLFÍ í Hveragerði.

Vinnumálastofnun veitir ýmsa styrki í atvinnuleysi t.d. námsstyrki, sjá nánar á www.vmst.is.

Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu atvinnuleysisbóta eða bætur vegna skerts starfshlutfalls – á höfuðborgarsvæðinu er skrifstofan að Kringlunni 1. Eftirfarandi fjárhæðir gilda frá 1. janúar 2019.

 • Atvinnuleysisbætur eru 70% af launum – þó aldrei hærri en 440.970 krónur á mánuði í 3 mánuði, eftir þann tíma taka við grunnatvinnuleysisbætur
 • Grunnatvinnuleysisbætur eru kr. 279.720 á mánuði miðað við 100% rétt.
 • Hlutabætur eru greiddar í samræmi við skert starfshlutfall
 • Bætur vegna barna undir 18 ára aldri eru kr. 11.189 á mánuði með hverju barni
 • Frítekjumark er 68.852 krónur á mánuði í 100% atvinnuleysi

Að öðru leyti vísast til upplýsingavefs Vinnumálastofnunar www.vmst.is

Til baka

Póstlisti

Viðburðir á næstunni

Engir viðburðir eru skráðir ennþá.