Hönnunarsamkeppni -Forsíða Prentarans
25 okt. 2011
Ritnefnd PRENTARANS efnir til samkeppni meðal félagsmanna um hönnun á forsíðu blaðsins. Hönnuðir þeirra forsíðna sem valdar verða til birtingar fá verðlaun að upphæð kr. 35.000.
Hugmyndum skal skilað á tölvutæku formi (pdf, jpg) ásamt litaútkeyrslu í A4 300 dpi. Engin skilyrði eru fyrir útliti önnur en að merki Prentarans komi fram.
Merki Prentarans er hægt að nálgast hér
Gögnin skal setja í umslag merkt dulnefni og annað umslag fylgja með nafn hönnuðar.
Tillögum skal skilað á skrifstofu FBM, Hverfisgötu 21, 101 Reykjavík, merkt FORSÍÐA PRENTARANS eigi síðar
en þriðjudaginn 15. Nóvember 2011.
Allir félagsmenn FBM og FGT deildar eru fullgildir þátttakendur og
hvattir til að taka þátt.