Orlofshús

1
Orlofshús GRAFÍU eru staðsett í Miðdal, Laugarvatni, Ölfusborgum, Fnjóskadal, Akureyri og Reykjavík.  Einnig má benda á tjaldsvæði GRAFÍU sem eru í Miðdal og samkomutjald (sjá neðar á síðunni).

GRAFÍA er nú aðildarfélag Rafiðnaðarsambands Íslands og hafa orlofsvefir verið sameinaðir á orlof.is/rafis/

Allar upplýsingar um orlofshús RSÍ og reglur um komur og brottfarir er hægt að nálgast á orlofsvefnum.

IMG 9002-small

 

Rúnaberg í Miðdal með heitum potti og sauna

Í húsinu eru 3 svefnherbergi, með 10 rúmum fyrir fullorðna. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum. Við húsið er heitur pottur og sauna í sér húsi.
Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér
2

Gutenberg (Hús nr. 1) í Miðdal með heitum potti

Húsið er ein stór íbúð með 4 svefnherbergjum, með 8 rúmum fyrir fullorðna og 4 unglingarúmum, og hentar því vel fyrir stærri fjölskyldur eða hópa. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum. Við húsið er heitur pottur.
Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér
3

Leturberg (Hús nr. 2) í Miðdal með heitum potti – aðgengi f/fatlaða

Húsið er aðgengilegt fyrir fólk í hjólastól.  Í húsinu eru 3 svefnherbergi, með 8 rúmum fyrir fullorðna. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum.

Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér
5

Stafaberg (Hús nr. 6) í Miðdal

Í húsinu er eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum.
Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér
6

Litaberg (Hús nr. 7) í Miðdal með heitum potti

Í húsinu eru 3 svefnherbergi, með 8 rúmum fyrir fullorðna. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum. Við húsið er heitur pottur.
Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér

7

Ölfusborgir – heitur pottur- ný uppgert

Félagið á eitt hús (nr. 13) í Ölfusborgum. Í því eru 6 rúmstæði, þar af tvær efri kojur. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum. Heitur pottur er við húsið. Dvalartími er frá kl. 16.00 á föstudegi til kl. 12.00 á föstudag.  Hér
11 111

Illugastaðir í Fnjóskadal – heitur pottur

Félagið á eitt hús (nr. 3) að Illugastöðum í Fnjóskadal. Í því eru 8 rúmstæði, þar af tvær efri kojur. Húsið er fullbúið öllum helstu tækjum. Á Illugastöðum er sundlaug sem opnar í byrjun júní. Þar er minigolf og billjard í þjónustumiðstöð. Þvottavél er hjá húsverði. Dvalartími er frá kl. 16.00 á föstudegi til kl. 12.00 á föstudag.
Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér
22 222

Akureyri – Furulundur 8P og 8T

Báðar íbúðirnar eru eins, þ.e. 3ja herb. ásamt eldhúskrók og baðherbergi. Það er stofa, svefnherbergi með hjónarúmi og 1 lítið herbergi með koju (2 rúmstæði). Íbúðirnar eru fullbúnar öllum helstu tækjum. Sængur og koddar eru fyrir 6, en leigjendur þurfa að hafa með sér lín, handsápu og annað þess háttar. Dvalartími er frá kl. 16.00 á föstudegi til kl. 12.00 á föstudag.
Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér
33 333

Reykjavík – Ljósheimar 10, 4. hæð

Íbúðin er 3ja herb. ásamt eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Það er tvöföld stofa, svefnherbergi með hjónarúmi og 1 minna herbergi með koju (3 rúmstæði) í annari stofunni er svefnpláss fyrir tvo í svefnsófa. Íbúðin er fullbúin öllum helstu tækjum. Sængur og koddar eru fyrir 7,  fullorðna og einnnig er barnasæng og barnakoddi en leigjendur þurfa að hafa með sér lín, handsápu og annað þess háttar.

Sjá nánar verð á orlofhúsavefnum. Hér

Til baka

Póstlisti