Catégorie: Fréttir

Tvímenningskeppni í Bridge

19. október, 2011

Fréttir

verður haldin sunnudaginn 23. októberkl. 13.00 í félagsheimilinu að Hverfisgötu 21.1. verðlaun gefa rétt til þátttöku í sveitakeppni á næstu Bridgehátíð.2. verðlaun gefa rétt til þátttöku í tvímenningi á næstu Bridgehátíð.3. verðlaun gjafabréf. Allir velkomnir, skilyrði fyrir þátttöku er að annar aðili í hverju pari sé félagsmaður FBM.Spilastjóri er Rúnar Gunnarsson Skráning er á mótsstað.

Hraðskákmót FBM 2011 – úrslit

17. október, 2011

Fréttir

Árlegt hraðskákmót FBM var haldið sunnudaginn 16. október. sjö þátttakendur mættu til leiks. Eggert Ísólfsson sigraði mótið örugglega með 13 vinninga af 14 mögulegum en hann hefur sigrað mótið þrjú ár í röð, í öðru sæti var Atli Jóhann Leósson með 11 vinninga og Jón Úlfljótsson var í þriðja sæti með 10 vinninga. Tefldar voru […]

Vinnuverndarvikan 2011

12. október, 2011

Fréttir

Þema vikunnar er öryggi við viðhaldsvinnu og er sérstaklega horft til viðhalds véla og tækja. Slagorð vikunnar er:   ,,ÖRUGGT VIÐHALD – ALLRA HAGUR” Vinnuverndarvikan 24. – 28. október nk. er kjörið tækifæri fyrir stjórnendur og starfsmenn til efla það vinnuverndarstarf sem þegar er til staðar. Fyrirtæki eru hvött til að nýta sér upplýsingar um öryggi […]

Aðalfundur FÍT

6. október, 2011

Fréttir

Verður haldinn fimmtudaginn 6. október klukkan 18:00, í húsnæði Hönnunarmiðstöðvar Vonarstræti 4b. Vinsamlegast skoðið upplýsingar um fundinn, dagskránna, útgáfupartíið (sem er á sama tíma) og fleira á slóð félagsins:www.teiknarar.is Kv. Stjórn FÍT

Hraðskákmót FBM

28. september, 2011

Fréttir

verður haldið sunnudaginn 16. október kl. 20.00 í félagsheimilinu á Hverfisgötu 21. Vegleg verðlaun í boði. Skráning í síma 552 8755 og fbm@fbm.is

Fyrirlestur og vinnusmiðja með Píu Holm

27. september, 2011

Fréttir

Þann 7. október nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu, með finnska hönnuðinum Píu Holm. Pía vinnur mynsturhönnun í textíl og nefnir hún námsstefnuna NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Námsstefnan er haldin í tengslum við kynningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Píu Holm dagana 7.-21. oktober en hún hefur m.a […]

Atvinnustaða félagsmanna FBM

26. september, 2011

Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna í september 2011   Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun í september 2011 voru 6,9% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir í ágúst og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Atvinnuleysi félaga í Félagi bókagerðarmanna hefur minnkað jafnt og þétt. Í ágúst 2009 var atvinnuleysið 9,2% og sama tíma í fyrra mældist það 7,3% og hefur því lækkað um […]

Nýtt úrræði fyrir atvinnulausa

13. september, 2011

Fréttir

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vinnumálastofnun skrifuðu nú í morgun undir samstarfssamning, sem miðar að því að skapa aukin tækifæri fyrir fólk í atvinnuleit með fræðslu, handleiðslu og virkri eftirfylgni við þróun eigin viðskiptatækifæra. Þetta nýja úrræði tekur gildi í dag 1. september 2011 en það felur í sér að allir atvinnuleitendur, sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins […]

Námsvísir IÐUNNAR kominn út

7. september, 2011

Fréttir

Námsvísir fyrir námskeið á haustönn 2011 er kominn út og hefur að geyma yfir 150 spennandi fagnámskeið. Félagsmenn okkar fá námsvísinn sendan heim eftir helgi en öll námskeið eru tilbúin til skráningar á heimasíðu IÐUNNAR www.idan.is. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér framboðið vel. sjá pdf útgáfu hér

Óska eftir bókverkum Dieter Roth

6. september, 2011

Fréttir

 Verkin voru m.a. prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, Grafík og Litbrá. En útgefandi var Forlag ed, forlag Dieters Roth og Einars Braga. Þessi bókverk eru að jafnaði árituð og tölusett, sum innbundin en önnur bundin inn með gormum. Bera þau jafnan einkennilega titla svo sem, 2b, 4,a 3d, 3b, 3c, 5a, „Kinderbuck“ osrfv. Áhugasamir geta haft samband við […]

Póstlisti