Catégorie: Fréttir

Sýningin Norrænt bókband 2009 opnar í Moskvu

1. september, 2010

Fréttir

Í dag, 1. september 2010 verður bóklistarsýningin „Norrænt bókband 2009“ opnuð í bókasafninu „The State Library for Foreign Literatur“ í Moskvu. Það eru 89 bókbindarar frá Norðurlöndunum sem eru þátttakendur í þessari sýningu sem farið hefur á milli borganna: Reykjavíkur, Óðinsvéa, Kaupmannahafnar, Helsinki, Oslóar og Gautaborgar frá því að hún var opnuð hér á Íslandi […]

Atvinnustaða félagsmanna í ágúst 2010

30. ágúst, 2010

Fréttir

Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun fyrir júlí 2010 voru 7,3% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Nokkrir eru að vinna uppsagnarfrest og munu fara á atvinnuleysisbætur, en allnokkrir sem hafa misst vinnu hafa þegar fengið aðra eða eru farnir í nám. Nú eru mun færri í skertu starfshlutfalli en voru á árunum 2008 […]

Hilmar Þorkelsson Meistari FBM í golfi

12. ágúst, 2010

Fréttir

Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 7. ágúst. Þetta var í fimmtánda sinn sem við höldum golfmót í Miðdal. Að þessu sinni voru keppendur 21. Frá vinstri: Sigrún Sæmundsdóttir, Anton Ingi Þorsteinsson, Aðalsteinn Örnólfsson, Filipus Gunnar Árnason, Hilmar Þorkelsson, Valgerður Þórisdóttir, Bjarney S. Sigurjónsdóttir og Fjölnir Daði Georgsson.   Eftir […]

Skrifstofan er lokuð í dag 30. júlí frá hádegi

30. júlí, 2010

Fréttir

Skrifstofa félagsins er lokuð í dag 30. júlí frá kl. 12. Opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst kl. 8.30   kveðja starfsfólk FBM

60 ára eða eldri og hafa fengið greiðslur úr séreignarlífeyrissjóði

26. júlí, 2010

Fréttir

Ert þú 60 ára eða eldri og hefur fengið greiðslur úr séreignarlífeyrissjóði? Vinnumálastofnun vill vekja athygli á því að Alþingi hefur með lögum nr. 70/2010, sem tóku gildi í júní sl., gert breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Breytingar þessar fela meðal annars í sér að þeir sem eru 60 ára eða eldri og hafa fengið […]

Fyrirlestur um stafræna ljósmyndun

15. júlí, 2010

Fréttir

Laugardaginn 17. júlí næstkomandi mun Tony Sweet ljósmyndari halda fyrirlestur um stafræna ljósmyndun á Grand Hótel frá  kl. 16.-18.  Hann mun ræða um notkun „plug-ins“ við vinnslu mynda. Allar nánari upplýsingar er að finna hér

Lokað vegna jarðarfarar

12. júlí, 2010

Fréttir

Skrifstofa FBM verður lokuð í dag 12. júlí frá kl. 14.30 vegna jarðarfarar

Fjölskylduhátíð FBM í Miðdal 31. júlí 2010

8. júlí, 2010

Fréttir

Fjölskylduhátíð FBM og Miðdalsfélagsins verður haldin laugardaginn 31. júlí n.k. í Miðdal. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði. Skrúðganga fer úr efra hverfi kl. 13.30. Körfuboltakeppni Handboltakeppni Minigolf Hoppukastali og hoppudýna Andlitsmálning og blöðrur Brenna og söngur verða kl. 21.30. Félagsmenn FBM eru hvattir til að fjölmenna á hátíðina Stjórn FBM

Starf fyrir prentara og bókbindara nálægt Bergen í Noregi

24. júní, 2010

Fréttir

Auglýst er eftir prentara og bókbindara í prentsmiðju nálægt Bergen í Noregi þar sem 35 manns starfa. Upplýsingar veitir Guðlaugur í síma 0047 46877509. Einnig er hægt að senda tölvupóst á: gudmundsson66@hotmail.com  

Verjum grunnstoðir velferðarkerfisins og kjör lágtekjuhópa

22. júní, 2010

Fréttir

Undirbúningur að  gerð fjárlaga fyrir árið 2011 er í fullum gangi.  Gatið sem þarf að fylla er stórt og því óhjákvæmilegt að draga verður úr útgjöldum og hagræða í ríkisrekstrinum. Miðstjórn ASÍ telur mikilvægt við þessar aðstæður að haft sé náið samráð við verkalýðshreyfinguna  um forgangsröðun í rekstri ríkisins, með það að markmiði að verja […]

Póstlisti