Catégorie: Fréttir

Samninganefnd FBM samþykkir drög að samkomulagi

17. janúar, 2013

Fréttir

Á fundi stjórnar, trúnaðarráðs og trúnaðarmanna FBM miðvikudaginn 16. janúar var fjallað um drög að því samkomulagi ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins sem nú liggur fyrir. Það var niðurstaða fundarins að samþykkja samkomulagið sem gerir ráð fyrir styttingu samningstímans til 30. nóvember 2013, hækkun iðgjalda um 0,1% til fræðslumála auk fleiri þátta. Með þessu móti koma […]

Morgunverðarfundur um Nude magazine

Fréttir

Jóhanna Björg Christensen margmiðlunarhönnuður svarar spurningunni hvað hún var að pæla. Fyrst gaf hún út tímarit á vefnum í miðri stafrænu byltingunni 2010, þegar allir hlupu sem hraðast frá prentinu. Nú hyggst hún gefa tímaritið út á prenti. Getur þetta gengið? Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu Iðunnar www.idan.is Staðsetning: Skúlatún 2, ReykjavíkTími: Föstudagur 18. janúar kl. 8.30 – 10.00

Þetta vilja börnin sjá!

16. janúar, 2013

Fréttir

27. janúar – 24. mars 2013   Sýning á myndskreytingum í íslenskum barna- og unglingabókum 2012 Þetta vilja börnin sjá! er sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum íslenskum barnabókum og hefur slík sýning verið haldin árlega í Gerðubergi frá árinu 2002. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin […]

Forsendur kjarasamninga brostnar – endurskoðun kjarasamninga

8. janúar, 2013

Fréttir

Senn líður að síðustu endurskoðun yfirstandandi kjarasamninga ASÍ og SA sem renna út 31. janúar 2014. Endurskoðuninni þarf að vera lokið fyrir 21. janúar 2013. Ljóst er að samningsforsendur hafa ekki staðist og forsendunefnd ASÍ og SA hefur afhent samninganefndum aðila málið til úrlausnar.Fjórar forsendur voru lagðar til grundvallar þegar samningar voru undirritaðir í maí […]

Opnunartími 2. janúar 2013

27. desember, 2012

Fréttir

Skrifstofa FBM opnar kl. 12.00 miðvikudaginn 2. janúar   kveðja starfsfólk FBM

Greiðsla styrkja úr sjúkra- og fræðslusjóði

17. desember, 2012

Fréttir

Þeir félagsmenn sem ætla að sækja um styrki úr sjúkra- og fræðslusjóði fyrir árið 2012 eru beðnir um að skila inn kvittunum fyrir 21. desember. Sá dagur er síðasti greiðsludagur styrkja á árinu 2012. kveðja starfsfólk FBM

Ályktun gegn skattlagningu á lífeyrisréttindi

12. desember, 2012

Fréttir

Trúnaðarráð Félags bókagerðarmanna styður eindregið ályktun miðstjórnar ASÍ frá 14. nóvember sl. þar sem skattlagningu á lífeyrisréttindi almenns launafólks er mótmælt. Félagið skorar á Alþýðusambandið að skoða hvort forsendur eru fyrir því að fá þessari skattlagningu hnekkt fyrir dómstólum. Umrædd skattlagning lendir einungis á lífeyrissjóðum launafólks á almennum markaði. Vegna ábyrgðar launagreiðenda í opinberum lífeyrissjóðum […]

Jólaskemmtun FBM fimmtudaginn 20. desember kl. 17

Fréttir

FBM býður félagsmönnum og börnum þeirra á jólaskemmtun20. desember 2012kl. 17-19 Skemmtunin verður í sal Rafiðnaðarskólans, Stórhöfða 27, 1. hæð,  gengið inn Grafarvogsmegin (neðan við hús) Aðgangur er ókeypis Stjórn FBM

Nýtt innblásturskvöld fyrir hönnuði á vegum FÍT

11. desember, 2012

Fréttir

Höfnin er innblásturskvöld hugsað fyrir hönnuði á Íslandi. Höfnin er byggð upp á örfyrirlestrum og verkefnakynningum hönnuða og/eða fyrirtækja sem haldnir eru í léttu andrúmslofti. Höfnin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á hönnun og vilja mynda frekari tengsl innan hönnunargeirans. Fyrsta kvöldið verður haldið á Faktorý kl 19:30 þann 13 des. Hönnuðirnir sem […]

Nýr starfsmaður á skrifstofu FBM

Fréttir

Nýr starfsmaður  Gerður Helgadóttir hefur verið ráðin sem sameiginlegur starfsmaður FBM, RSÍ og Matvís á þjónustuskrifstofunni á Stórhöfða 31. Gerður mun sinna móttöku, símavörslu og öðrum skrifstofu störfum á vegum félaganna þriggja.

Póstlisti