Catégorie: Fréttir

AÐALFUNDUR 2013

14. febrúar, 2013

Fréttir

Aðalfundurinn verður haldinn á Stórhöfða 27, 1. hæð, gengið inn Grafarvogsmegin (húsnæði Rafiðnaðarskólans) fimmtudaginn 11. apríl kl. 17.00. Þeir sem hyggjast leggja fram tillögur um lagabreytingar þurfa að koma þeim á skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 20. mars nk. Tillögur um lagabreytingar, reikningar og fundargerðir liggja frammi á skrifstofunni í sjö virka daga fyrir aðalfund. […]

Hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi

7. febrúar, 2013

Fréttir

Alþýðusamband Íslands kynnti í dag hugmyndir sínar að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd en húsnæðislánakerfið þar í landi var sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll. Meðal kosta nýja kerfisins er að sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól lánsins […]

Hvað er verið að fela?

Fréttir

Miðstjórn ASÍ lýsir vonbrigðum með að verslanir Hagkaups, Nóatúns, Kosts og Víðis neiti verðlagseftirliti ASÍ að skrá vöruverð í verslunum sínum. Hvað hafa þær að fela? Verðlagseftirlit ASÍ hefur um árabil unnið að því að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund um leið fyrirtækjum og stofnunum hefur verið veitt aðhald. Með því að […]

Virðisaukaskattur á bækur og tímarit

6. febrúar, 2013

Fréttir

FRÉTTATILKYNNINGVegna umfjöllunar í Morgunblaðinu um virðisaukaskatt á bækur sunnudaginn 3. febrúar sl. vilja Félag bókagerðarmanna (FBM) og Samtök iðnaðarins (SI) koma eftirfarandi á framfæri: FBM og SI styðja málarekstur Prentsmiðjunnar Odda eða móðurfélags þess, Kvos, gegn íslenska ríkinu, þar sem reynt er að fá því hnekkt að lagður sé á 25,5% virðisaukaskattur á bækur sem prentaðar […]

Tveir nýsveinar í FBM heiðraðir

Fréttir

  Verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fór fram 3. febrúar s.l. Að venju var Félag bókagerðarmanna þátttakandi í glæsilegri fánaborg iðnaðarmannafélaga við athöfnina sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tveir nýsveinar í FBM voru heiðraðir og tóku á móti viðurkenningu frá Iðnaðarmannafélaginu en Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti verðlaunin. FBM færir Hönnu Gyðu Þráinsdóttur og […]

Ráðstefna 8. febrúar kl 13

5. febrúar, 2013

Fréttir

Ráðstefna IÐNMENNTAR 2013. Markaðssetning iðn-,verk- og tæknináms verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 8. febrúar kl. 13. Sjá nánar um skráningu og dagskrá hér

Nýr kauptaxti gildir frá 1. febrúar 2013

29. janúar, 2013

Fréttir

Á næstu dögum verður nýjum kauptaxta sem gildir frá 1. febrúar dreift í öll fyrirtæki sem greiða samkvæmt kjarasamningi FBM og SA og kjarasamningi FGT og SÍA. Almenn launahækkun 3. 25% ætti að greiðast á öll laun í febrúar. Sjá vefútgáfu hér

Fyrirlestraröð | Dóra Ísleifs og Guðrún Lilja 24. janúar

22. janúar, 2013

Fréttir

Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður hjá Studiobility fjalla um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast samfélaginu, í fyrirlestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 24. janúar klukkan 20. Dóra Ísleifsdóttir fjallar um hugmyndir og kenningar um hönnun og hönnunarferli. Hún veltir upp spurningum um hvað þurfi […]

Stjórnarkosning FBM 2013

18. janúar, 2013

Fréttir

FRAMBOÐSFRESTUR vegna kosningu stjórnar og varastjórnar Félags bókagerðarmanna 2013 Í samræmi við lög félagsins lýkur á næsta aðalfundi tveggja ára kjörtímabili þriggja aðalstjórnarmanna, Önnu Haraldsdóttur, Páls Reynis Pálssonar og Þorkels Svarfdal Hilmarssonar, og varastjórnarmanna, Elínar Sigurðardóttur, Hrafnhildar Ólafsdóttur og Stefáns Ólafssonar.   Hér með er lýst eftir uppástungum um þrjá félagsmenn til setu í aðalstjórn […]

Páskaúthlutun 2013

17. janúar, 2013

Fréttir

Um páskana 2013 (27. mars- 3. apríl) eru til leigu: Hús 1, 2 og 7 í Miðdal – með heitum potti1 hús í Ölfusborgum – með heitum potti1 hús á Illugastöðum – með heitum potti1 íbúð á Akureyri – Furulundur 8T Leigugjald fyrir hús 1, 2 og 7 í Miðdal er 21.500 kr. ogÖlfusborgum, Illugastöðum […]

Póstlisti