Catégorie: Fréttir

Sumarúthlutun 2013- umsóknarfrestur til 19. april

15. apríl, 2013

Fréttir

Minnum á að umsóknarfrestur um orlofshús er til 19. apríl. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um á orlofsvef félagsins www.orlof.is/fbm Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að síðunni, kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu innskráningu á síðuna þá velur félagsmaðurinn sér lykilorð.   Hús 1 í Miðdal Vikugjald er 21.500 kr. með heitum […]

Kjarakönnun kynnt á aðalfundi FBM 11. apríl kl. 17

10. apríl, 2013

Fréttir

Niðurstöður kjarakönnunar FBM og SI 20130verða kynntar á aðalfundi FBM fimmtudaginn 11. apríl kl. 17. Fundurinn verður haldinn á Stórhöfða 27, 1. hæð, húsnæði Rafiðnaðarskólans.Veitingar í fundarhléi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin

Nýr sviðsstjóri á prenttæknisvið IÐUNNAR

9. apríl, 2013

Fréttir

Ingi Rafn Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri á prenttæknisvið IÐUNNAR. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri sem starfað hefur undanfarin sjö ár hjá IÐUNNI sem sviðsstjóri prenttæknisviðs og þar á undan hjá Prenttæknistofnun,  sagði starfi sínu lausu í febrúar s.l. Starfið var auglýst og sóttu 29 einstaklingar um stöðuna. Ingi Rafn er okkur að góðu kunnur en […]

AÐALFUNDUR 2013

Fréttir

Aðalfundurinn verður haldinn á Stórhöfða 27, 1. hæð, gengið inn Grafarvogsmegin (húsnæði Rafiðnaðarskólans) fimmtudaginn 11. apríl kl. 17.00. Þeir sem hyggjast leggja fram tillögur um lagabreytingar þurfa að koma þeim á skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00, miðvikudaginn 20. mars nk. Tillögur um lagabreytingar, reikningar og fundargerðir liggja frammi á skrifstofunni í sjö virka daga fyrir aðalfund. […]

Verðbólgan 3,9%

2. apríl, 2013

Fréttir

Verðlag hækkaði um 0,2% í mars að því er fram kemur í nýjum tölum um vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands sendi frá sér 26. mars. Þetta er nokkuð minni hækkun en spár gerðu ráð fyrir og gefur vísbendingu um að eftirlit og aðhald frá neytendum geti haft jákvæð áhrif. Verðbólga á ársgrundvelli er nú 3,9% […]

Nýtt á orlofsvefnum

20. mars, 2013

Fréttir

Nú hefur verið bætt inn fleiri aðillum sem að veita afslátt á vörum og þjónustu til félagsmanna FBM.Listi yfir fyrirtæki sem veita afslátt má finna á orlofsvefnum undir afsláttur Hægt er að kaupa gistimiða með afslætti hjá eftirfarandi aðillum og gilda þeir miðar fyrir sumarið 2013: Fosshótel, Hótel Edda, Hótel Keflavík, Hótel Kea, Hótel Gígur, […]

Ályktun frá ASÍ – Ung

15. mars, 2013

Fréttir

Áskorun til neytenda – Berjumst gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum! Stjórn ASÍ-UNG skorar á alla neytendur að svara þeim verslunum sem úthýsa verðlagseftirliti ASÍ með sniðgöngu. Öflugt verðlagseftirlit er órjúfanlegur hluti af kjarabaráttu ASÍ enda er það nauðsynlegt til að lágmarka skaðleg verðbólguáhrif sem nú þegar eru of mikil. Verðhækkanir þrífast best með leyndarhyggju í verðlagsmálum […]

HönnunarMars 2013

13. mars, 2013

Fréttir

HönnunarMars fer fram í fimmta skiptið, dagana 14.- 17. mars 2013. Yfir 100 viðburðir eru á dagskrá, þar af sýniningar, fyrirlestrar og innsetningar hönnuða og arkitekta. Sjá nánar á vefsíðu www.honnunarmars.is

Vertu á verði!

26. febrúar, 2013

Fréttir

  – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar   Félag bókagerðarmanna og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja […]

Ný skýrsla ASÍ um lífskjör á Norðurlöndunum 2006-2012

14. febrúar, 2013

Fréttir

Í nýrri skýrslu hagdeildar ASÍ þar sem borin eru saman lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að breytingar á skattkerfinu hér á landi og auknar tilfærslur hafa orðið til þess að hlífa þeim tekjulægstu á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Aftur á móti hefur staða hjóna og sambýlisfólks með börn versnað miðað við samanburðarlöndin frá […]

Póstlisti