Fréttir

Ályktun gegn skattlagningu á lífeyrisréttindi

12 des. 2012

Trúnaðarráð Félags bókagerðarmanna styður eindregið ályktun miðstjórnar ASÍ frá 14. nóvember sl. þar sem skattlagningu á lífeyrisréttindi almenns launafólks er mótmælt. Félagið skorar á Alþýðusambandið að skoða hvort forsendur eru fyrir því að fá þessari skattlagningu hnekkt fyrir dómstólum. Umrædd skattlagning lendir einungis á lífeyrissjóðum launafólks á almennum markaði. Vegna ábyrgðar launagreiðenda í opinberum lífeyrissjóðum eru réttindi opinberra starfsmanna tryggð og sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóðunum bera því allar byrðarnar. Ráðherrar og alþingismenn tala um almenna lífeyrissjóði eins og þeir séu óþrjótandi fjársjóður, sem hægt sé að ganga í þegar illa árar, í stað þess að líta á sjóðina sem ævisparnað almenns launafólks, sem sjóðstjórnirnar hafa lagalegar skyldur til að varðveita og ávaxta. Það er ekki hægt að þola þetta, því framganga af þessu tagi grefur undan tiltrú launafólks á lífeyriskerfið og getur lagt það í rúst, ef ekki verður breyting þar á.
F.h. Trúnaðarráðs Félags bókagerðarmanna
Georg Páll Skúlason

Til baka

Póstlisti