Þetta vilja börnin sjá!
16 jan. 2013
27. janúar – 24. mars 2013
Sýning á myndskreytingum í íslenskum
barna- og unglingabókum 2012
Þetta vilja börnin sjá! er sýning á myndskreytingum úr nýútkomnum íslenskum barnabókum og hefur slík sýning verið haldin árlega í Gerðubergi frá árinu 2002. Markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Verðlaununum er ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Dómnefnd velur eina bók og verða úrslitin kunngerð í Gerðubergi við opnun sýningarinnar, 27. janúar.
Sýningin er farandsýning og hefur hún verið sett upp víða um land síðustu ár. Áhugasömum sýningaraðilum er bent á að hafa samband við verkefnisstjóra listadeildar í Gerðubergi.
Þátttakendur í sýningunni í ár eru:
Aðalheiður Vigfúsdóttir, Agung Wulandana, Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Birgitta Sif Jónsdóttir, Erla María Árnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Júlíusson, Heiða Björk Norðfjörð, Hólmsteinn Össur Kristjánsson, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Íris Auður Jónsdóttir, Jean Posocco, Karl Jóhann Jónsson, Kerry Reidy, Leonardo Ariza, Nunung Nurjannah, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Rosaria Battiloro, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Sigrún Eldjárn, Smári Rúnar Róbertsson, Unnur Valdís Kristjánsdóttir,Vladimiro Rikowski, Þórarinn Már Baldursson, Þórarinn Leifsson.