Nýtt innblásturskvöld fyrir hönnuði á vegum FÍT
11 des. 2012
Höfnin er innblásturskvöld hugsað fyrir hönnuði á Íslandi. Höfnin er byggð upp á örfyrirlestrum og verkefnakynningum hönnuða og/eða fyrirtækja sem haldnir eru í léttu andrúmslofti. Höfnin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á hönnun og vilja mynda frekari tengsl innan hönnunargeirans. Fyrsta kvöldið verður haldið á Faktorý kl 19:30 þann 13 des. Hönnuðirnir sem tala fyrsta kvöldið eru Siggi Odds, Ármann Agnarsson og Lóa Hjálmtýsdóttir. Höfnin er skipulögð af FÍT.
Sjá nánar á www.facebook.com/