Fréttir

Nýr sviðsstjóri á prenttæknisvið IÐUNNAR

9 apr. 2013

Ingi Rafn Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri á prenttæknisvið IÐUNNAR. Björn M. Sigurjónsson sviðsstjóri sem starfað hefur undanfarin sjö ár hjá IÐUNNI sem sviðsstjóri prenttæknisviðs og þar á undan hjá Prenttæknistofnun,  sagði starfi sínu lausu í febrúar s.l. Starfið var auglýst og sóttu 29 einstaklingar um stöðuna. Ingi Rafn er okkur að góðu kunnur en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar frá 2001 til 2005.
Hann mun hefja störf fljótlega og að fullu frá og með 1. maí.  Við bjóðum Inga Rafn velkominn til starfa um leið og við þökkum Birni M. Sigurjónssyni fyrir vel unnin störf á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

iro vefur

Ingi Rafn Ólafsson

bjorn vefur

Björn M. Sigurjónsson

Til baka

Póstlisti