Fréttir

Ályktun frá ASÍ – Ung

15 mar. 2013

ASI-UNG

Áskorun til neytenda – Berjumst gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum!

Stjórn ASÍ-UNG skorar á alla neytendur að svara þeim verslunum sem úthýsa verðlagseftirliti ASÍ með sniðgöngu. Öflugt verðlagseftirlit er órjúfanlegur hluti af kjarabaráttu ASÍ enda er það nauðsynlegt til að lágmarka skaðleg verðbólguáhrif sem nú þegar eru of mikil. Verðhækkanir þrífast best með leyndarhyggju í verðlagsmálum og því er fyrrnefnd úthýsing ekkert annað en löðrungur fyrir almennt launafólk í landinu. Stjórn ASÍ-UNG skorar því á alla neytendur að sniðganga þær verslanir sem úthýsa verðlagseftirliti ASÍ.

Stjórn ASÍ-UNG

Til baka

Póstlisti