Sumarúthlutun 2013- umsóknarfrestur til 19. april
15 apr. 2013
Minnum á að umsóknarfrestur um orlofshús er til 19. apríl. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um á orlofsvef félagsins
Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að síðunni,
kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu
innskráningu á síðuna þá velur félagsmaðurinn sér lykilorð.
Hús 1 í Miðdal Vikugjald er 21.500 kr. með heitum potti
Hús 2 í Miðdal Vikugjald er 21.500 kr. með heitum potti
Hús 7 í Miðdal Vikugjald er 21.500 kr. með heitum potti
Illugastaðir Vikugjald er 19.000 kr. með heitum potti
Ölfusborgir Vikugjald er 19.000 kr. með heitum potti
Furulundur 8p og 8t Akureyri Vikugjald er 19.000 kr
Þau hús sem eru ekki í sumarúthlutun gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
Félagsmenn missa tvo punkta við þá leigu. Hægt er að leigja hús í eina viku,
helgi eða stakar nætur. Minnst er hægt að bóka tvær nætur í miðri viku.
Hús 6 í Miðdal Vikugjald 14.500 kr. Helgargjald 8.000 kr
Ljósheimar 10 Rvk Vikugjald 19.000 kr. Helgargjald 12.000 kr.
Úthlutunarreglur vegna orlofshúsanna
Úthlutunarkerfið er einfalt, farið er eftir punktainneign félagsmanna. Félagsmenn fá einn punkt fyrir hvern mánuð sem þeir hafa greitt félagsgjald. Sá sem hefur flesta punkta þeirra sem sækja um sama svæðið og sama tíma fær úthlutað. Ef aðilar eru jafnir að punktum fær sá úthlutað er fyrr gekk í félagið. Þeir sem fá úthlutað orlofshúsi á tímabilinu júní til ágúst ár hvert missa 24 eða 36 punkta við úthlutun.
Skriflegar umsóknir skulu hafa borist skrifstofu FBM eigi síðar en
kl. 16.00 föstudaginn 19. apríl 2013.