Verðbólgan 3,9%
2 apr. 2013
Verðlag hækkaði um 0,2% í mars að því er fram kemur í nýjum tölum um vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands sendi frá sér 26. mars. Þetta er nokkuð minni hækkun en spár gerðu ráð fyrir og gefur vísbendingu um að eftirlit og aðhald frá neytendum geti haft jákvæð áhrif. Verðbólga á ársgrundvelli er nú 3,9% og lækkar um 0,9 prósentustig frá fyrra mánuði sem skýrist af mun minni hækkun á verðlagi nú í mars en í sama mánuði í fyrra.
Sjá nánar á vef ASÍ www.asi.is