Catégorie: Fréttir

Frá aðalfundi FBM 2014

21. apríl, 2014

Fréttir

 Aðalfundur FBM var haldinn á Stórhöfða 27 fimmtudaginn 3. apríl s.l. U.þ.b. 35 félagsmenn mættu á fundinn þar af meirihluti stjórnar og trúnaðarráðs FBM.  Formaður fór yfir starfsskýrslu stjórnar og ársreikning félagsins sem voru samþykktir samhljóða eftir nokkra umræðu. Ársskýrsla og ársreikningur sjóða félagsins hafði verið send út til félagsmanna fyrir aðalfund. Eftirfarandi tillaga var […]

Hrönn Magnúsdóttir hefur störf á skrifstofu FBM

15. apríl, 2014

Fréttir

Hrönn tekur við starfi Hrafnhildar Ólafsdóttur sem hefur sagt upp störfum á skrifstofu félagsins. Hrönn er grafískur hönnuður með mikla starfsreynslu í prentiðnaði og á auglýsingastofum, hún starfaði m.a. í Prentsmiðjunni Odda, hjá Íslensku auglýsingastofunni og í markaðsdeild Húsasmiðjunnar. Við bjóðum Hrönn velkomna til starfa og þökkum Hrafnhildi fyrir vel unnin störf og óskum henni […]

Sumarúthlutun 2014- síðasti dagur til að sækja um

14. apríl, 2014

Fréttir

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús í sumarúthlutun er í dag 14. apríl Opið er  fyrir umsóknir á orlofsvef félagsins www.orlof.is/fbmUmsóknarfrestur er til 14. apríl. Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að orlofssíðunni,  www.orlof.is/fbm, kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu innskráningu á síðuna þá velur félagsmaðurinn sér lykilorð. Þeir félagsmenn sem þess óska […]

Morgunblaðið sigraði Knattspyrnumót FBM 2014

13. apríl, 2014

Fréttir

Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 12. apríl s.l. í Smáranum Kópavögi. Fimm lið mættu til leiks og voru liðin skipuð 5 leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 10 mínútna leikir og léku allir við alla tvöföld umferð. Morgunblaðið sigraði mótið með 20 stig af 24 mögulegum, í öðru sæti varð Vörumerking Samhentir með 15 stig og […]

Kjarasamningur FBM/FGT og FA/SÍA samþykktur

10. apríl, 2014

Fréttir

Kosningu um kjarasamning FBM/FGT og FA/SÍA lauk miðvikudaginn 9. apríl 2014. Á kjörskrá voru 64 félagsmenn. 5 atkvæði bárust sem gerir 7,8% þátttöku. Öll atkvæði voru gild. Niðurstaðan er eftirfarandi. Á kjörskrá  64 Fjöldi atkvæða 5 7,8% Samþykk 3 60,0% Andvíg 2 40,0% Auðir   0 0,0% ógildir 0 Gild atkvæði 5 Samningurinn er því samþykktur.

Aðalfundur 2014

3. apríl, 2014

Fréttir

Aðalfundur Félags bókagerðarmanna verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 17. á Stórhöfða 27 (Sal Rafiðnaðarskólans, gengið inn Grafarvogsmegin) DAGSKRÁ: 1. Starfsskýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár. 2. Reikningar sjóða félagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Stjórnarskipti. 5. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara. 6. Kosning 3 stjórn FGT/deildar til tveggja ára. 7. Kosning ritstjóra. […]

HönnunarMars 27.-30. mars 2014

26. mars, 2014

Fréttir

HönnunarMars fer fram í sjötta sinn, dagana 27. – 30. mars 2014. Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar sem spannar langa helgi og býður til ótal viðburða, innsetninga og sýninga. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum. Líkt og […]

Kosning um kjarasamning FGT deildar og SÍA

21. mars, 2014

Fréttir

Kosið verður um kjarasamning FBM og Félags atvinnurekenda/Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem undirritaður var 13. mars s.l., í póstatkvæðagreiðslu. Kjörgögn verða send út á næstu dögum og stendur atkvæðagreiðsla til kl. 16, miðvikudaginn 9. apríl n.k. Kynning á kjarasamningnum fylgir einnig með kjörgögnum. Ef kjörgögn berast ekki heim til félagsmanna sem eru kjörgengir biðjum við […]

Knattspyrnumót 2014

17. mars, 2014

Fréttir

Verður haldið laugardaginn 12. apríl n.k. kl. 14 – 17 í Smáranum Kópavogi. Leikinn verður innanhúsbolti með 5 menn í hvoru liði. Lið þurfa að skrá sig til leiks fyrir miðvikudaginn 9. apríl n.k. Skráning er á skrifstofu FBM í síma 552. 8755 eða á

Dealing with Reality Fyrirlestrardagur

13. mars, 2014

Fréttir

27. mars 2014 | 9.30–16 | Silfurberg, Harpa DesignTalks fyrirlestadagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi á fyrirlestadeginum sem ber heitið Dealing with Reality. Þar verða ný hlutverk hönnuða og arkitekta í brennidepli og hönnun skoðuð sem leiðandi afl á umrótatímum, í óvæntu samhengi og […]

Póstlisti