Fréttir

Frá aðalfundi FBM 2014

21 apr. 2014

 Aðalfundur FBM var haldinn á Stórhöfða 27 fimmtudaginn 3. apríl s.l. U.þ.b. 35 félagsmenn mættu á fundinn þar af meirihluti stjórnar og trúnaðarráðs FBM. 

Formaður fór yfir starfsskýrslu stjórnar og ársreikning félagsins sem voru samþykktir samhljóða eftir nokkra umræðu. Ársskýrsla og ársreikningur sjóða félagsins hafði verið send út til félagsmanna fyrir aðalfund.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Stjórn og trúnaðarráði FBM:

Aðalfundur Félags bókagerðarmanna, haldinn 3. apríl 2014 á Stórhöfða 27 Reykjavík, samþykkir að selja 50% hlut í orlofshúsi FBM nr. 13 í Ölfusborgum til Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Söluverðið er kr. 7.250.000 sem öllu verður varið til endurbóta  og stækkunar á húsinu. Fundurinn samþykkir samkomulag við FMA sem undirritað var með fyrirvara um samþykki aðalfundar FBM.

Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.

Eftirfarandi lagabreytingar voru samþykktar á aðalfundinum:

LÖG FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA

3.4. Þeir félagar F.B.M. sem gerast kennarar við Tækniskólann, skóla atvinnulífsins (Upplýsingatækniskólann)  geta verið í því áfram með fullu málfrelsi og tillögurétti á opnum fundum félagsins án sérstaks félagsgjalds.

REGLUGERÐ UM LÓÐIR OG BYGGINGAR Í MIÐDAL

  1. gr. b) Ekki má framselja afnotarétt lóðar eða byggingar öðrum en Félagi bókagerðarmanna og félagsmönnum þess, svo og þeim sem falla undir ákvæði 3.4 í lögum FBM.

 

REGLUGERÐ SJÚKRASJÓÐS

7. gr.    Styrkir úr sjóðnum skulu vera sem hér segir:

b) Styrkur greiðist í allt að 6 mánuði (26 vikur) til sjóðfélaga sem á í samfelldum veikindum, sbr. 2. grein. Upphæð styrksins miðast við þann iðgjaldsstofn sem greitt hefur verið af til sjóðsins vegna sjóðfélagans síðustu sex mánuði, sbr. 4.gr. og 5.gr. Styrksupphæð reiknast af grunni sem finnst með því að deila með 26 í iðgjaldsstofninn.

1. Fyrstu 26 vikurnar greiðist 80% af grunni á viku.

2. Stjórn sjóðsins er heimilt að greiða styrk í allt að 8 vikur til viðbótar rétti skv. b. lið ef sjóðfélagi á í langvarandi veikindum.

3. Eftir að greiðslur hefjast skal styrkþegi njóta sambærilegra hækkana og koma á kauptaxta félagsins hverju sinni.

4. Mánaðarleg greiðsla getur þó ekki verið hærri en 727.636 á mánuði.

(Bótafjárhæð miðast við launavísitölu 1. janúar 2014.)

Nýr 5. liður

5. Dagpeningar skv. grein þessari greiðast ekki vegna bótaskyldra slysa og atvinnusjúkdóma, þ.m.t. bifreiðaslysa, ef fyrir liggur við umsókn bóta að bætur greiðist skv. skaðabótalögum. Leiki vafi á um skaðabótaskyldu vegna vinnuslyss getur sjúkrasjóður ákveðið greiðslu til sjóðfélaga og áskilið sér rétt til endurgreiðslu ef síðar kemur í ljós að tjón reynist skaðabótaskylt.

 

Skoðunarmenn reikninga FBM voru kosnir:

Hallgrímur P. Helgason og Tryggvi Agnarsson

og til vara:

Stefán Sveinbjörnsson og Páll Heimir Pálsson

Ritstjóri Prentarans var kjörin Anna S. Helgadóttir.

Eftirtalin voru kjörin í Fulltrúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins:

Til tveggja ára: Hrönn Jónsdóttir og Þorkell Svarfdal Hilmarsson.

Til vara: Anna S. Helgadóttir og Sæmundur Árnason.

Til annarra embætta voru kjörin:

Laganefnd: Sæmundur Árnason, Bragi Guðmundsson og Georg Páll Skúlason.

Ritnefnd: Hrönn Jónsdóttir, Jakob Viðar Guðmundsson og Þorkell S. Hilmarsson.

Fræðsluráð til tveggja ára: Jón Trausti Harðarson, Tryggvi Þór Agnarsson

Stefán Hjaltalín, Gréta Ösp Jóhannesdóttir, Pétur Marel Gestsson og

Páll Reynir Pálsson.

 

Önnur mál

Formaður kynnti flutning Sameinaða lífeyrissjóðsins úr Borgartúni 30 í Sundagarða 2. Sagði að starfsemin yrði nú á einni hæð og aðstaða til að taka á móti sjóðfélögum til að ræða einstök mál sem oft eru mjög persónuleg myndi batna á nýja staðnum.

Formaður vakti máls á að áhugahópur um Prentminjasafn hefði komið saman um miðjan mars og búið væri að opna facebook hóp um málefnið. Allir sem áhuga hafa á að koma upp Prentminjasafni eða prentsögusetri eru hvattir til að tengja sig við hópinn og leggja orð í belg.

 

Eftirtaldar tillögur voru samþykktar undir liðnum önnur mál:

Lögð er fram tillaga á aðalfundi FBM að stjórn FBM bjóði út bankaviðskipti félagsins sérlega vegna ofurlauna bankastjóra sem ekki eru í takt við launaskrið á almennum vinnumarkaði.

Tillaga um að orlofshús félagsins í Miðdal fái nöfn í stað þess að bera aðeins númer.

 

Að lokum þakkaði formaður öllum fyrir góðan fund, Þorkeli Svarfdal Hilmarssyni fundarstjóra fyrir röggsama fundarstjórn og sleit fundi. Fundarritari var Anna S. Helgadóttir.

Til baka

Póstlisti