Fréttir

Morgunblaðið sigraði Knattspyrnumót FBM 2014

13 apr. 2014

Knattspyrnumót FBM var haldið laugardaginn 12. apríl s.l. í Smáranum Kópavögi. Fimm lið mættu til leiks og voru liðin skipuð 5 leikmönnum ásamt varamönnum. Leiknir voru 10 mínútna leikir og léku allir við alla tvöföld umferð.

Morgunblaðið sigraði mótið með 20 stig af 24 mögulegum, í öðru sæti varð Vörumerking Samhentir með 15 stig og þriðja sæti Oddi pappír með 11 stig.  

Dómari mótsins var Ómar Bruno Ólafsson og mótsnefnd skipuðu, Georg Páll Skúlason, Oddgeir Þór Gunnarsson og Óskar Jakobsson.

moggi

Sigurlið Morgunblaðsins 2014: Á myndinni eru frá vinstri: Arnar Unnarsson, Erling Adolf Ágústsson, Orri Páll Ormarsson, Arnar Steinn Einarsson, Viðar Guðjónsson og Nökkvi Fjalar Orrason. Á myndina vantar Pétur Blöndal sem var horfinn af vettvangi.

oddi plast

Annað sæti, Vörumerking/Samhentir

oddi

Þriðja sæti, Oddi pappír

 

 

 

 

 

Til baka

Póstlisti