Fréttir

Tryggvi Rúnarsson Meistari FBM í golfi 2014 á 86 höggum

11 ágú. 2014

image002

Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal 9. ágúst í frábæru veðri. Þetta var í nítjánda sinn sem mótið er haldið í Miðdal. 22 þátttakendur mættu til leiks.
Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf. Einnig var keppt í höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn Eiríks Þorlákssonar dómara og Georgs Páls Skúlasonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf sem var golfboltar frá FBM í forprentuðum nafnamerktum golfboltakössum frá Hvítlist.
Hvítlist var aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarin ár en Fontana, gufubaðið á Laugarvatni gaf einnig verðlaun. Færum við stuðningsaðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Tryggvi Rúnarsson kom sá og sigraði. Sigraði punktakeppnina með 35 punktum, höggleikinn á 86 höggum og Púttmeistari með 28 pútt!
Fyrstu verðlaun í punktakeppni með forgjöf hlaut Tryggvi Rúnarsson Meistari FBM með 35 punkta, í öðru sæti varð Vilberg Sigtryggsson með 28 punkta og í þriðja sæti varð Kristján S. Kristjánsson með 27 punkta. Skv. reglum mótsins geta aðeins félagsmenn FBM hlotið verðlaun í punktakeppninni en gestir geta unnið önnur verðlaun.
Postillon bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar vann Tryggvi Rúnarsson á 86 höggum, í öðru sæti varð Vilberg Sigtryggsson á 94 höggum og í þriðja sæti varð Sigurður Marvin Guðmundsson á 95 höggum.
Í þetta sinn keppti engin kona í mótinu..
Púttmeistari varð Tryggvi Rúnarsson með 28 pútt og betra skor á seinni 9 en Hreinn Ómar Sigtryggson sem var einnig með 28 pútt.
Lengsta teighögg á gulum teigum 3./12. braut átti Arnar Olsen Richardsson.
Lengsta teighögg á rauðum teigum á 3./12. braut átti Sæmundur Árnason.
Næst holu á 5./14. braut var Sigurður Marvin Guðmundsson, 3,01 m.
Næst holu á 8./17. braut var Snæbjörn Stefánsson, 11,80 m.
Auk þess var dregið úr skorkortum. Í mótslok, var boðið var upp á léttar veitingar sem þátttakendur nutu eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag.

IMG 8927 minni

Sigurður Marvin Guðmundsson, Tryggvi Rúnarsson og Kristján S. Kristjánsson. Á myndina vantar Vilberg Sigtryggsson.

Til baka

Póstlisti