Fréttir

Golfmót FBM í Miðdal 9. ágúst

15 júl. 2014

Miðdalsmótið 2014, golfmót FBM verður haldið laugardaginn 9. ágúst á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Ræst verður út kl. 11.00, en mæting er kl. 10:15. Gert er ráð fyrir að fjórir séu í hverjum ráshópi og verða allir ræstir út á sama tíma. Keppendum verður raðað á teiga í upphafi móts. Féalgsmenn FBM eru hvattir til að taka með sér gesti.

Farandbikar FBM: Puntkakeppni með forgjöf.

Postillon bikarinn: Höggleikur án forgjafar.

VERÐLAUN:

Keppt er í karla- og kvennaflokki. 

Keppt er um farandbikar FBM ásamt eignabikar í punktakeppni með forgjöf (hæsta forgjöf 24 í karla- og 28 í kvennaflokki).

Keppt er um Postillonbikarinn í höggleik án frogjafar.

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut í karla- og kvennaflokki og nándarverðlaun á 5. og 8. braut auk fjölda annarra verðlauna.

VEITINGAR

Kaffiveitingar fyrir og á meðan á keppni stendur og að verðlaunaafhendingu lokinn verður boðið uppá léttar veitingar.

ÞÁTTTAKA

Tilkynna ber þátttöku, nafn, kennitölu og forgjöf, fyrir 7. ágúst í síma 5528755 eða á netfangið hronn@fbm.is

Einnig er mögulegt að skrá sig á golf.is

 

Tjaldsvæði er í Miðdal.

MÓTIÐ ER OPIÐ ÖLLUM STARFSMÖNNUM Í PRENTIÐNAÐI

Sjá auglýsingu hér


Til baka

Póstlisti