Fréttir

Ofurlaun forstjóranna sett í samhengi

3 sep. 2014

Forstjórar með tugföld árslaun á við venjulegt launafólk

Fyrir bankahrun sáum við í íslensku atvinnulífi ævintýraleg kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum sem  þegar verst lét voru slík að það tæki 5-6 verkamenn alla starfsævina að vinna sér inn laun sem samsvara árslaunum eins manns. Þessi tími virðist kominn aftur. Ný athugun ASÍ sýnir nefnilega að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði eru með tugföld árslaun venjulegs launafólks.Launakjör í hlutafélögum styttri_frett.pdf

Launakjör í hlutafélögum – ítarlegt.pdf

Til baka

Póstlisti