Fréttir

Atvinnustaða félagsmanna FBM

26 sep. 2011

Atvinnustaða félagsmanna

í september 2011

 

Samkvæmt skilagrein frá Vinnumálastofnun í september 2011 voru 6,9% virkra félagsmanna 100% atvinnulausir í ágúst og fá greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Atvinnuleysi félaga í Félagi bókagerðarmanna hefur minnkað jafnt og þétt. Í ágúst 2009 var atvinnuleysið 9,2% og sama tíma í fyrra mældist það 7,3% og hefur því lækkað um 0,4 prósentustig á liðnu ári.

Nú eru mun færri í skertu starfshlutfalli en hafa verið á undangengnum árum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir félagsmenn eru í skertu starfshlutfalli í dag.

Atvinnuleysi hér á landi núna í ágúst var 6,7% og hefur atvinnuleysi félaga í FBM iðulega verið svipað og atvinnuleysi á landsvísu.

 

Reykjavík, 26. september 2011.

Fh. Félags bókagerðarmanna

Georg Páll Skúlason, formaður

Til baka

Póstlisti