Hraðskákmót FBM 2011 – úrslit
17 okt. 2011
Árlegt hraðskákmót FBM var haldið sunnudaginn 16. október. sjö þátttakendur mættu til leiks. Eggert Ísólfsson sigraði mótið örugglega með 13 vinninga af 14 mögulegum en hann hefur sigrað mótið þrjú ár í röð, í öðru sæti var Atli Jóhann Leósson með 11 vinninga og Jón Úlfljótsson var í þriðja sæti með 10 vinninga. Tefldar voru 5 mínútna skákir allir við alla tvöföld umferð.
F.v. Atli Jóhann Leósson, Eggert Ísólfsson og Jón Úlfljótsson