Fréttir

Fyrirlestur og vinnusmiðja með Píu Holm

27 sep. 2011


Þann 7. október nk. standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu, með finnska hönnuðinum Píu Holm. Pía vinnur mynsturhönnun í textíl og nefnir hún námsstefnuna NATURALLY HAPPY PATTERNS eða Náttúrulega hamingjusöm mynstur. Námsstefnan er haldin í tengslum við kynningu Hönnunarsafns Íslands á verkum Píu Holm dagana 7.-21. oktober en hún hefur m.a hannað fyrir Marimekko, þekkt hönnunarfyrirtæki í Svíþjóð og undir eigin merki  happydesign.fi. Námsstefnan er ætluð fagfólki og nemum í hönnun.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með skráningu á: ardisol@gardabaer.is

 

UM HÖNNUÐINN:
Pía er sjálfstætt starfandi hönnuður, myndskreytir (illustrator) og áhugamaður um garðrækt.
Hún býr nú á eyju undan ströndum suður Finnlands. Pía er með meistaragráðu frá University of Art and Design í ​​Helsinki. Hún hefur stundað nám við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og HDK Högskolan för Design och Konsthantverk í Gautaborg.
Verk hennar hafa birst víða m.a. í þekktum tímaritum sem fjalla um hönnun.

Laugardaginn 8. október heldur Pia fyrirlestur í safninu sem ætlaður er almenningi.

Dagana 7.-21. október verður kynning í Hönnunarsafni Íslands á verkum hennar.

Til baka

Póstlisti