Catégorie: Fréttir

Breytingar á deiliskipulagsáætlun í Miðdal

5. desember, 2012

Fréttir

Breytingar á deiliskipulagsáætlun Orlofs- og frístundahúsabyggðar Félags bókagerðarmanna í Miðdal Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt breyting á deiliskipulagsáætlun Orlofs- og frístundahúsabyggðar Félags bókagerðarmanna í Miðdal: Breytingar eru þessar:Bætt er við tveimur nýjum lóðum fyrir orlofshús/útleiguhús FBM, önnur er við A-götu og verður nr.1 en hin er norðan við Torfu, […]

63% af bókatitlum prentaðir á Íslandi

29. nóvember, 2012

Fréttir

Prentstaður íslenskra bóka 2012 Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2012. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands dragast saman um rúmlega 5 prósentustig milli ára en árið 2011 var 68% hlutfall á prentun bókatitla innanlands. Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 675 í Bókatíðindunum í ár […]

Desemberuppbót 2012

20. nóvember, 2012

Fréttir

Desemberuppbót 2012 Athygli er vakin á desemberuppbót, sem kemur til greiðslu 1.-15. desember n.k. Samkvæmt kjarasamningi FBM/SA og FBM-FGT/SÍA skal upphæðin vera kr. 50.500 til þeirra  sem unnið hafa fullt starf 1.12.2011 til 30.11.2012. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma. Sjá nánar í kjarasamningum.

Morgunverðarfundur 20. nóvember

15. nóvember, 2012

Fréttir

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember  frá kl. 8-10.30 

Bridgemót FBM- úrslit

13. nóvember, 2012

Fréttir

Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigursson sigruðu árlega tvímenningskeppni FBM sem haldin var sunnudaginn 11. nóvember s.l. Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands.  Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigursson með 74 stig, í öðru sæti Georg Páll Skúlason og Ragnar Þorri Valdimarsson […]

Ráðstefna um kjaramál eldri borgara

7. nóvember, 2012

Fréttir

Landssamband eldri borgara og ASÍ efndu til ráðstefnu um kjaramál og lífeyrismál eldri borgara fimmtudaginn 15. Nóvember síðastliðinn sjá myndir og slæður frá fundinum hér

Vetrarleiga orlofshúsa

1. nóvember, 2012

Fréttir

Félagsmenn geta skoðað laus hús, pantað og gengið frá greiðslu með kreditkorti á orlofsvef félagsins hér. Aðeins virkir félagsmenn FBM hafa aðgang að vefnum. Kennitala félagsmannsins er notendanafn og við fyrstu innskráningu velur félagsmaður sér lykilorð sjálfur. Við höfum nú opnað fyrir bókanir frá 15.febrúar – 31. maí 2013 Við hverja vetrarleigu minnkar punktainneign um […]

PRENTARINN- eldri eintök vantar

31. október, 2012

Fréttir

Minjanefnd FBM er að vinna að því að safna Prentaranum í heila árganga.  Nú er orðin skortur á sumum blöðum og mörg jafnvel ekki til lengur. Því vill minjanefnd beina þeim tilmælum til þeirra er eiga einstök blöð af eldri árgöngum er nýtast þeim ekki að koma þeim til félagsins í stað þess að fleygja […]

Bridge – mót FBM 2012

Fréttir

Tvímenningskeppni  verður sunnudaginn 11. nóvember og hefst kl. 13 á Stórhöfða 31, 1.hæð, gengið inn neðan við hús 1. sæti gefur rétt til þátttöku í sveitakeppni á næstu Bridgehátíð 2. sæti gefur gefa rétt til þátttöku í tvímenningi á næstu Bridgehátíð 3. sæti bókaverðlaunAllir velkomnir, skilyrði fyrir þátttöku er að annar aðili í hverju pari sé […]

Sýning | GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN

26. október, 2012

Fréttir

  Yfirlitssýning á verkum Gísla B. Björnssonar grafísks hönnuðar verður opnuð í kvöld í Hönnunarsafni Íslands. Gísli B. er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld. Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ. Gísli stofnaði auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar þegar hann kom úr námi frá Þýskalandi árið 1961. Ári […]

Póstlisti