Bridgemót FBM- úrslit
13 nóv. 2012
Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigursson sigruðu árlega tvímenningskeppni FBM sem haldin var sunnudaginn 11. nóvember s.l.
Sex pör mættu til leiks. Keppt var um rétt til þátttöku á bridgehátíð Bridgesambands Íslands.
Í fyrsta sæti urðu Rúnar Gunnarsson og Ísak Örn Sigursson með 74 stig, í öðru sæti Georg Páll Skúlason og Ragnar Þorri Valdimarsson með 71 stig og í þriðja sæti Sæmundur Árnason og Jón Ingi Ragnarsson með 60 stig. Spilastjóri var Rúnar Gunnarsson.
Verðlaunahafar F.v. Ísak Örn, Georg Páll, Rúnar, Sæmundur og Jón Ingi.