Fréttir

Breytingar á deiliskipulagsáætlun í Miðdal

5 des. 2012

Breytingar á deiliskipulagsáætlun Orlofs- og frístundahúsabyggðar Félags bókagerðarmanna í Miðdal

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt breyting á deiliskipulagsáætlun Orlofs- og frístundahúsabyggðar Félags bókagerðarmanna í Miðdal:
Breytingar eru þessar:
Bætt er við tveimur nýjum lóðum fyrir orlofshús/útleiguhús FBM, önnur er við A-götu og verður nr.1 en hin er norðan við Torfu, við Litla-Stekk. Hámarksstærð nýrra orlofshúsa verður 90m² í stað 80m² áður, að undanskilinni Torfuni 1 sem er 150m² að stærð. Hámarksstærð frístundahúsa er óbreytt eða 60m². Hús á lóð nr. 6 við A-götu breytist úr orlofshúsi í frístundahús og breytist nýtingarhlutfall þeirrar lóðar því í 60m² til samræmis við önnur frístundahús.

Nokkrir byggingarreitir í Miðhverfi og Neðrahverfi eru lagfærðir og aðlagaðir núverandi aðstæðum. Lóðarmörk hafa einnig verið leiðrétt frá gildandi skipulagi og eru þau samræmd gildandi lóðarleigusamningunum og aðstæðum í landinu. Ítarleg könnun hefur verið gerð meðal lóðarhafa um þessi mál svo og á raf- og vatnslögnum í jörðu og hafa öll lagnakerfi og staðsetning rotþróa verið uppfærð m.v. núverandi þekkingu á legu (vor 2012). Þar sem stofnlagnir eru innan lóðarmarka er sett kvöð um lagnabelti. Bílastæði hjólhýsa við Litla Stekk er lagt niður. Skilmálar eru sýndir í heild sinni fyrir og eftir breytingu. Skerpt er á ákvæðum varðandi liti húsa í 6. gr. og vegna gróðurs í 13. gr.   Skilgreining frístundahúsa/einkabústaða og orlofshúsa/útleiguhúsa er bætt við í 4. gr. til að fyrirbyggja misskilning sem gætt hefur meðal manna. Umfjöllun lagna í gr.16 er endurbætt. Umfjöllun í 18. gr. um sorp breytist í ljósi þess að sveitarfélagið veitir ekki lengur þessa þjónustu. Þessu til viðbótar er gerð tillaga að nýjum götuheitum en frá fyrri tíma hétu göturnar A-, B-, C-gata o.s.frv. Árið 2007 var haldin nafnasamkeppni um ný götuheiti í Miðdal. Niðurstaða hennar var á þessa leið;     
Götur í Neðrahverfi fengu þessi heit;         
A-gata fékk annarsvegar heitið Tungumýri (vegur að húsum FBM nr. 1 og 2) og hinsvegar Einbúamýri (vegur að húsum FBM nr. 1, 2, 4 og 6).  
B-gata fékk heitið Bæjarmýri, C-gata Kirkjumýri og D-gata fékk heitið Glompumýri (sjá kort).     

Götur í Miðhverfi fengu þessi heiti;  R-gata fékk nafnið Sakkarfossbyggð, S-gata Ljósárbyggð, og T-gata fékk heitið Kúalautabyggð (sjá kort).

Götur í Efrahverfi fengu þessi heiti;  E-gata fékk heitið Þorleifstóftahlíð, F-gata Miðdalsfjallshlíð og G-gata fékk heitið Litlastekkjarhlíð.     
Aðkomuvegur 1 í Neðrahverfi fékk heitið Paradísarbraut og vegur 2 að Miðdal og golfskála fékk heitið Prentarabraut. Að síðustu fékk vegur 3 að Mið- og Efrahverfi heitið Bræðrabraut (sjá kort). Öll þessi nýju götunöfn eru nú lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar. Fáist götuheitin samþykkt með þessum hætti þarf í framhaldi að fylgja því eftir í þjóðskrá (fasteignamati) og breyta lóðarheitum þar.

Lóðamörk og lóðarstærðir:
Misræmis hefur gætt milli upphaflegs skipulags lóða, lóðarleigusamninga og lóðamarka. Árið 2008 voru gerðar leiðréttingar á lóðarmörkum til þess að koma á samræmi og nú eru gerðar ennfrekari leiðréttingar.
Eftirfarandi lóðamörk eru leiðrétt:
Torfan 1, A-gata 2, 4, 6, B-gata 1, 2, 3, 5, 7, 8, 9, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 , C-gata 1, 2, 3, 5, 7, 11 og 13, D-gata 1, 3 og 5, T-gata 1 og E-gata 8.
Með breytingu þessari er orðið samræmi milli lóðarstærða og gildandi lóðarsamninga. Í framhaldi þessa verða gerð lóðarblöð fyrir hverja lóð.  

Byggingarreitir:
Breyta þarf staðsetningu nokkurra byggingarreita svo reitirnir falli fullkomlega við þær byggingar sem búið er að reisa. Byggingarreitir á eftirfarandi lóðum eru leiðréttir:
Torfan 2, 3, A-gata 2, 4, 6, B-gata 1, 3, 5, 8, 14, 18, 20, C-gata 2, 7, R-gata 2, 3, 4, 5, S-gata 2, 3, 5, 6, 7 , T-gata 1, 3, 10 og 12, F-gata 4.
Með breytingu þessari er orðið samræmi milli lóðarstærða og gildandi lóðarsamninga. Í framhaldi þessa verða gerð lóðarblöð fyrir hverja lóð.

Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu FBM á Stórhöfða 31, 110 Reykjavík og á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast tillöguna sjálfa á 

Breytingar á deiliskipulagsáætlun Orlofs- og frístundahúsabyggðar Félags bókagerðarmanna í Miðdal

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt breyting á deiliskipulagsáætlun Orlofs- og frístundahúsabyggðar Félags bókagerðarmanna í Miðdal:
Breytingar eru þessar:
Bætt er við tveimur nýjum lóðum fyrir orlofshús/útleiguhús FBM, önnur er við A-götu og verður nr.1 en hin er norðan við Torfu, við Litla-Stekk. Hámarksstærð nýrra orlofshúsa verður 90m² í stað 80m² áður, að undanskilinni Torfuni 1 sem er 150m² að stærð. Hámarksstærð frístundahúsa er óbreytt eða 60m². Hús á lóð nr. 6 við A-götu breytist úr orlofshúsi í frístundahús og breytist nýtingarhlutfall þeirrar lóðar því í 60m² til samræmis við önnur frístundahús.

Nokkrir byggingarreitir í Miðhverfi og Neðrahverfi eru lagfærðir og aðlagaðir núverandi aðstæðum. Lóðarmörk hafa einnig verið leiðrétt frá gildandi skipulagi og eru þau samræmd gildandi lóðarleigusamningunum og aðstæðum í landinu. Ítarleg könnun hefur verið gerð meðal lóðarhafa um þessi mál svo og á raf- og vatnslögnum í jörðu og hafa öll lagnakerfi og staðsetning rotþróa verið uppfærð m.v. núverandi þekkingu á legu (vor 2012). Þar sem stofnlagnir eru innan lóðarmarka er sett kvöð um lagnabelti. Bílastæði hjólhýsa við Litla Stekk er lagt niður. Skilmálar eru sýndir í heild sinni fyrir og eftir breytingu. Skerpt er á ákvæðum varðandi liti húsa í 6. gr. og vegna gróðurs í 13. gr.   Skilgreining frístundahúsa/einkabústaða og orlofshúsa/útleiguhúsa er bætt við í 4. gr. til að fyrirbyggja misskilning sem gætt hefur meðal manna. Umfjöllun lagna í gr.16 er endurbætt. Umfjöllun í 18. gr. um sorp breytist í ljósi þess að sveitarfélagið veitir ekki lengur þessa þjónustu. Þessu til viðbótar er gerð tillaga að nýjum götuheitum en frá fyrri tíma hétu göturnar A-, B-, C-gata o.s.frv. Árið 2007 var haldin nafnasamkeppni um ný götuheiti í Miðdal. Niðurstaða hennar var á þessa leið;     
Götur í Neðrahverfi fengu þessi heit;         
A-gata fékk annarsvegar heitið Tungumýri (vegur að húsum FBM nr. 1 og 2) og hinsvegar Einbúamýri (vegur að húsum FBM nr. 1, 2, 4 og 6).  
B-gata fékk heitið Bæjarmýri, C-gata Kirkjumýri og D-gata fékk heitið Glompumýri (sjá kort).     

Götur í Miðhverfi fengu þessi heiti;  R-gata fékk nafnið Sakkarfossbyggð, S-gata Ljósárbyggð, og T-gata fékk heitið Kúalautabyggð (sjá kort).

Götur í Efrahverfi fengu þessi heiti;  E-gata fékk heitið Þorleifstóftahlíð, F-gata Miðdalsfjallshlíð og G-gata fékk heitið Litlastekkjarhlíð.     
Aðkomuvegur 1 í Neðrahverfi fékk heitið Paradísarbraut og vegur 2 að Miðdal og golfskála fékk heitið Prentarabraut. Að síðustu fékk vegur 3 að Mið- og Efrahverfi heitið Bræðrabraut (sjá kort). Öll þessi nýju götunöfn eru nú lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar. Fáist götuheitin samþykkt með þessum hætti þarf í framhaldi að fylgja því eftir í þjóðskrá (fasteignamati) og breyta lóðarheitum þar.

Lóðamörk og lóðarstærðir:
Misræmis hefur gætt milli upphaflegs skipulags lóða, lóðarleigusamninga og lóðamarka. Árið 2008 voru gerðar leiðréttingar á lóðarmörkum til þess að koma á samræmi og nú eru gerðar ennfrekari leiðréttingar.
Eftirfarandi lóðamörk eru leiðrétt:
Torfan 1, A-gata 2, 4, 6, B-gata 1, 2, 3, 5, 7, 8, 9, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20 , C-gata 1, 2, 3, 5, 7, 11 og 13, D-gata 1, 3 og 5, T-gata 1 og E-gata 8.
Með breytingu þessari er orðið samræmi milli lóðarstærða og gildandi lóðarsamninga. Í framhaldi þessa verða gerð lóðarblöð fyrir hverja lóð.  

Byggingarreitir:
Breyta þarf staðsetningu nokkurra byggingarreita svo reitirnir falli fullkomlega við þær byggingar sem búið er að reisa. Byggingarreitir á eftirfarandi lóðum eru leiðréttir:
Torfan 2, 3, A-gata 2, 4, 6, B-gata 1, 3, 5, 8, 14, 18, 20, C-gata 2, 7, R-gata 2, 3, 4, 5, S-gata 2, 3, 5, 6, 7 , T-gata 1, 3, 10 og 12, F-gata 4.
Með breytingu þessari er orðið samræmi milli lóðarstærða og gildandi lóðarsamninga. Í framhaldi þessa verða gerð lóðarblöð fyrir hverja lóð.

Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu FBM á Stórhöfða 31, 110 Reykjavíkí og á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast tillöguna sjálfa hér.

Skipulagstillagan verður í kynningu frá 22. nóvember 2012 til 4. janúar 2013. Athugasemdir og ábendingar þurfa að berast til Péturs Ingi Haraldssonar skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps í síðasta lagi 4. Janúar 2013  og skulu þær vera skriflegar.

Skipulagstillagan verður í kynningu frá 22. nóvember 2012 til 4. janúar 2013. Athugasemdir og ábendingar þurfa að berast til Péturs Ingi Haraldssonar skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps í síðasta lagi 4. Janúar 2013  og skulu þær vera skriflegar.

Til baka

Póstlisti