Fréttir

PRENTARINN- eldri eintök vantar

31 okt. 2012

Minjanefnd FBM er að vinna að því að safna Prentaranum í heila árganga.  Nú er orðin skortur á sumum blöðum og mörg jafnvel ekki til lengur. Því vill minjanefnd beina þeim tilmælum til þeirra er eiga einstök blöð af eldri árgöngum er nýtast þeim ekki að koma þeim til félagsins í stað þess að fleygja þeim.

Tilfinnanlegur skortur er á eftirtöldum blöðum: 

  • Blað nr.4 1993.
  • Blað nr.1. 1995.
  • Blöð nr.1.og 3. 1996.
  • Blað nr. 1.2.og 3. 2002.

Blöðunum er hægt að skila inn á skrifstofu félagsins Stórhöfða 31, 110 Reykjavík.

Til baka

Póstlisti