Catégorie: Fréttir

Útskriftarsýning nema Upplýsingatækniskólans

8. maí, 2023

Fréttir

Við viljum vekja athygli á að allir eru velkomnir á útskriftarsýningu nema við Upplýsingatækniskólann, þann 12.05. nk., við Háteigsveg kl. 15 – 18. Sýningin er á vegum nema í grafískri miðlun, ljósmyndun og bókbandi.      

Kjör fulltrúa GRAFÍU á þing Rafiðnaðarsambands Íslands 4.-6. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica

10. apríl, 2023

Fréttir

Ágætu félagar GRAFÍA tekur þátt í 20. Sambandsþingi Rafiðnaðarsambands Íslands dagana 4.-6. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut. GRAFÍA á 14 fulltrúa og 7 varafulltrúa á þinginu, sem kjörnir verða á aðlfundi GRAFÍU 18. apríl n.k., en þetta er fyrsta þing RSÍ frá því GRAFÍA varð aðildarfélag að sambandinu. Mikilvægt er að taka […]

Áframhaldandi aðild að RSÍ samþykkt með 88,51% atkvæða

4. apríl, 2023

Fréttir

Dagana 29. mars – 3. apríl 2023 fór fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna GRAFÍU um áframhaldandi aðild að Rafiðnaðarsambandi Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var að 308 eða 88,51% voru hlynnt áframhaldandi aðild og 25 eða 7,18% voru andvíg, 15 eða  4,13% tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 42,1% eða 348 en 827 voru á kjörskrá. Áframhaldandi aðild var […]

Allsherjaratkvæðagreiðsla GRAFÍU

28. mars, 2023

Fréttir

Á GRAFÍA að halda áfram aðild sinni að Rafiðnaðarsambandi Íslands? Grafía gerðist aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) þann 1. október 2019 en við inngönguna var ákveðið að félagsmenn staðfesti áframhaldandi aðild að RSÍ í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir Sambandsþing RSÍ vorið 2023. Samkvæmt ákvæði í aðildarsamningi Grafíu að RSÍ gengur Grafía úr sambandinu greiði 67% félagsmanna eða […]

Olivier Piotr Lis, Tækniskólanum Íslandsmeistari í grafískri miðlun

22. mars, 2023

Fréttir

Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars s.l. Fimm nemendur úr Tækniskólanum kepptu í grafískri miðlun og varð Olivier Piotr Lis, hlutskarpastur keppenda og var krýndur Íslandsmeistari. Sigur á mótinu veitir keppnisrétt á Euroskills sem fram fer í september n.k. í Gdansk í Póllandi. Á mótinu munu 11 íslenskir […]

Ályktun formannafundar ASÍ

27. febrúar, 2023

Fréttir

 Alvarlegar aðstæður ríkja í íslensku samfélagi.  Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins eru til marks um að stjórnvöldum hefur mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru […]

Fagfélögin hvetja félagsfólk að ganga ekki í störf annarra

8. febrúar, 2023

Fréttir

Fagfélögin sem Byggiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands (GRAFÍA), MATVÍS og VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna standa að hvetja félagsfólk sitt er starfar á hótelum til að virða verkfall Eflingar í hvívetna. Þannig beinir félagið tilmælum til félagsfólks að ganga ekki í störf Eflingarfólks og ef einhver vafi leikur á að hafa þá samband við kjaradeild Fagfélaganna. […]

Framboðsfresti til stjórnar GRAFÍU lokið

7. febrúar, 2023

Fréttir

Fresti til að skila inn framboðum til stjórnar GRAFÍU lauk mánudaginn 6. febrúar kl. 16.00. Framboð barst frá Önnu Haraldsdóttur, Haraldi Erni Arnarsyni og Þorkeli Svarfdal Hilmarssyni til aðalstjórnar ásamt Davíð Gunnarssyni og Díönu Hrönn Sigurfinnsdóttur til varastjórnar. Eru þau því rétt kjörin í stjórn GRAFÍU tímabilið 2023 – 2025.

Breyting í stjórn GRAFÍU

3. október, 2022

Fréttir, Óflokkað

Sú breyting átti sér stað í stjórn GRAFÍU fyrir stuttu að Páll Reynir Pálsson sem var í aðalstjórn GRAFÍU sagði af sér störfum í stjórninni af persónulegum ástæðum og í stað hans kemur Haraldur Örn Arnarson. Haraldur Örn er trúnaðarmaður í PrentmetOdda ehf, sem setið hefur undanfarin ár í varastjórn GRAFÍU. Hann tekur einnig sæti […]

T gata 11 í Miðdal til sölu

6. júní, 2022

Fréttir

Opið hús verður sunnudaginn 19. júní á milli kl. 12 – 16. Hringja þarf í númer 695 8611 til að komast inn á svæðið. Sumarhús í landi Miðdals við Laugarvatn til sölu. Fasteignanúmer F2206502. Húsið er skráð 51,1 m2 en búið er að stækka húsið fram um ca 10 m2, samtals er húsið því um […]

Póstlisti