Framboðsfresti til stjórnar GRAFÍU lokið
7 feb. 2023
Fresti til að skila inn framboðum til stjórnar GRAFÍU lauk mánudaginn 6. febrúar kl. 16.00. Framboð barst frá Önnu Haraldsdóttur, Haraldi Erni Arnarsyni og Þorkeli Svarfdal Hilmarssyni til aðalstjórnar ásamt Davíð Gunnarssyni og Díönu Hrönn Sigurfinnsdóttur til varastjórnar. Eru þau því rétt kjörin í stjórn GRAFÍU tímabilið 2023 – 2025.