Olivier Piotr Lis, Tækniskólanum Íslandsmeistari í grafískri miðlun
22 mar. 2023
Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram ásamt framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars s.l.
Fimm nemendur úr Tækniskólanum kepptu í grafískri miðlun og varð Olivier Piotr Lis, hlutskarpastur keppenda og var krýndur Íslandsmeistari. Sigur á mótinu veitir keppnisrétt á Euroskills sem fram fer í september n.k. í Gdansk í Póllandi. Á mótinu munu 11 íslenskir keppendur ásamt dómurum í jafn mörgum iðngreinum taka þátt. Mikið fjölmenni grunnskólanemenda í 9. og 10. bekk allsstaðar af landinu heimsóttu viðburðinn ásamt miklum fjölda gesta sem sóttu Mína framtíð á fjölskyldudegi laugardaginn 18. mars. Áætlað er að um 16.000 manns hafi sótt Mína framtíð heim.
Þorgeir Valur Ellertsson og Haraldur Örn Arnarson héldu utan um keppnina í grafískri miðlun og sáu um dómgæslu en báðir hafa mikla reynslu á þessu sviði þ.e. Þorgeir Valur hefur verið dómari á Euroskills og fer með keppandanum út í haust en Haraldur Örn tók þátt á Euroskills í Budapest fyrir Íslands hönd árið 2018. Kristjana Guðbrandsdóttir leiðtogi prents- og miðlunar hjá Iðunni fræðslusetri sá um undirbúning og verkefnastjórn mótsins.
Keppendur í grafískri miðlun, Roald Viðar Eyvindsson, Oliver Piotr Lis,
Linda Katrín Elvarsdóttir, Hafsteinn Snær Þorsteinsson og Alexandra Weselo
Georg Páll Skúlason formaður Verkiðnar afhendir Oliver Piotr Lis
1. verðlaun í grafískri miðlun.
Haraldur Örn Arnarson, prentsmíðameistari og dómari. En lengst til
hægri er Marinó Önundarson prentari og kennari við Tækniskólann
að ræða við keppendur.