Allsherjaratkvæðagreiðsla GRAFÍU
28 mar. 2023
Á GRAFÍA að halda áfram aðild sinni að Rafiðnaðarsambandi Íslands?
Grafía gerðist aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) þann 1. október 2019 en við inngönguna var ákveðið að félagsmenn staðfesti áframhaldandi aðild að RSÍ í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir Sambandsþing RSÍ vorið 2023. Samkvæmt ákvæði í aðildarsamningi Grafíu að RSÍ gengur Grafía úr sambandinu greiði 67% félagsmanna eða fleiri atkvæði í þá veru. Að öðrum kosti heldur Grafía áfram aðild sinni að RSÍ.
Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna hefst miðvikudaginn 29. mars kl. 12.00 og lýkur kl. 22.00 mánudaginn 3. apríl n.k. Félagsmenn fá sendan tölvupóst og sms með leiðbeiningum á tölvupóstfang eða símanúmer sem gefið er upp í félagakerfi. Félagsmenn eru hvattir til að yfirfara hvort upplýsingar á Mínum síðum á rafis.is eru réttar og eða bæta við upplýsingum um tölvupóstfang eða símanúmer.
Einnig er möguleiki að taka þátt með því að fara beint á „mínar síður“ á rafis.is
Hér fyrir neðan má nálgast samning GRAFÍU og RSÍ frá 2019 þar sem fjallað er um öll þau atriði sem varða aðild félagsins að sambandinu.
Stjórn GRAFÍU hvetur félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.