T gata 11 í Miðdal til sölu
6 jún. 2022
Opið hús verður sunnudaginn 19. júní á milli kl. 12 – 16. Hringja þarf í númer 695 8611 til að komast inn á svæðið.
Sumarhús í landi Miðdals við Laugarvatn til sölu. Fasteignanúmer F2206502. Húsið er skráð 51,1 m2 en búið er að stækka húsið fram um ca 10 m2, samtals er húsið því um 61,1 m2. Húsið er í um 100 km akstursfjarlægð frá Reykjavík á 1.225 m2 leigulóð.
Húsið er staðsett á vinsælu og gróðursælu svæði sem er lokað með aðgangsstýrðu hliði. Í um 2 mínútna akstursfjarlægð er 9 holu golfvöllur. Stutt er í Gullfoss og Geysi, aðeins um 5 mínútur á Laugarvatn þar sem hægt er að nálgast alla helstu þjónustu. Félagsmönnum hefur verið heimilt að veiða í Skillandsá án endurgjalds þar sem hægt er að ná í vænar bleikjur.
Nánari lýsing:
Húsið var byggt árið 1992 af núverandi eigendum. Um er að ræða um 61 m2 sumarhús með tveimur svefnherbergjum, wc og ca 20 m2 svefnlofti.
Herbergi 1 er með hjónarúmi og skáp.
Herbergi 2 er með koju, tvíbreitt neðri og einbreitt efri.
Um 20 m2 svefnloft yfir herbergjum og wc. Lág lofthæð en gistipláss fyrir um 4-6. Milliloft er ekki inni í fermetratölu hússins.
Baðherbergi er með salerni, innréttingu, vaski og spegli ásamt skápi og handklæðaofni.
Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými. Eldhúsinnrétting er keypt í Fríform fyrir um 10 árum síðan. Gaseldavél, ofn og uppþvottavél. Nýlega hefur innréttingin verið stækkuð og bætt við „eyju/kálfi“ með skápaplássi sem snýr inn í borðstofu.
Árið 2010 var stofa og borðstofa stækkuð fram um ca 1,8 meter, samtals um 10 m2.
Um 60 – 70 m2 verönd er í kringum húsið, mikill gróður, heitur og kaldur pottur og útisturta. Nýbúið að slípa og mála verönd, hús og þak og þakkant.
Tvær kaldar geymslur eru sitt hvoru megin við húsið auk þess sem mikið geymslupláss er undir húsi og verönd. Köldu geymslurnar eru ekki inni í fermetratölu en þær eru um 4 m2 og 5 m2.
Notalegur lækur liggur í gegnum landið auk þess sem fuglalíf er mikið.
Rafmagnshitun er í húsinu. Hitakútur, 180 lítra, sem útvegar húsinu og útisturtu heitt vatn.
Fallegt útivistar- og leiksvæði er í neðra hverfi, í göngufæri. Ærslabelgur, körfuboltavöllur, leikkastali, þjónusta fyrir þvott og fleira. Aðeins um 25 km frá Selfossi. Stutt í sund og fallegar gönguleiðir.
Víðáttumikið útsýni til austurs..
Húsið hefur fengið gott atlæti. Mikill gróður er í kringum húsið, matjurtir og fleira.
Frábært sumarhús sem heldur vel um fjölskyldufólk.
Seljendur eru til umræðu um að láta húsgögn fylgja með í sölunni.
Húsið er í landi Miðdals sem er í eigu Grafíu.
Verð: 34,9 mkr.
Eigendur hyggjast selja húsið sjálfir og eru með sér til aðstoðar lögfræðing og fasteignasala.
Ath. þinglýsta kvöð um að kaupandi/lóðarhafi sé aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands, einu af aðildarfélögum þess, eða Grafíu-stéttarfélagi.
Þá er skylda að gerast félagi í Miðdalsfélaginu, en árgjald þar var 23.250 kr á þessu ári. Félagið sér um ýmislegt viðhald á svæðinu t.d. göngustíga.