Kjör fulltrúa GRAFÍU á þing Rafiðnaðarsambands Íslands 4.-6. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica
10 apr. 2023
Ágætu félagar
GRAFÍA tekur þátt í 20. Sambandsþingi Rafiðnaðarsambands Íslands dagana 4.-6. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut. GRAFÍA á 14 fulltrúa og 7 varafulltrúa á þinginu, sem kjörnir verða á aðlfundi GRAFÍU 18. apríl n.k., en þetta er fyrsta þing RSÍ frá því GRAFÍA varð aðildarfélag að sambandinu. Mikilvægt er að taka myndarlegan þátt í þinginu.
Því hvetur stjórn og trúnaðarráð áhugasama félagsmenn að gefa kost á sér til setu á þinginu með því að senda póst á grafia@grafia.is og óska eftir að vera í framboði sem fulltrúi GRAFÍU eða varafulltrúi á 20. þingi RSÍ fyrir lok dags 17. apríl n.k. Einnig er mögulegt að gefa kost á sér til kjörs á aðalfundinum sem haldinn verður á Stórhöfða 31, þriðjudaginn 18. apríl n.k. kl. 17.00.