Breyting í stjórn GRAFÍU
3 okt. 2022
Sú breyting átti sér stað í stjórn GRAFÍU fyrir stuttu að Páll Reynir Pálsson sem var í aðalstjórn GRAFÍU sagði af sér störfum í stjórninni af persónulegum ástæðum og í stað hans kemur Haraldur Örn Arnarson. Haraldur Örn er trúnaðarmaður í PrentmetOdda ehf, sem setið hefur undanfarin ár í varastjórn GRAFÍU. Hann tekur einnig sæti Páls í viðræðunefnd félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífssins sem rennur út 31. október n.k.
Við þetta tækifæri viljum við þakka Páli Reyni Pálssyni fyrir vel unnið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins á liðnum árum en hann hefur setið nær óslitið í aðalstjórn GRAFÍU frá árinu 2000.
Jafnframt vil ég bjóða Harald Örn Arnarson velkominn til starfa í aðalstjórn GRAFÍU og einnig er ánægjulegt að geta þess að Haraldur Örn hefur tekið við formennsku í RSÍ Ung, sem er ungliðafélag á vettvangi Rafiðnaðarsambands Íslands fyrir öll aðildarfélög sambandsins.