Catégorie: Fréttir

Félagsfundur FBM 13. nóvember næstkomandi

7. nóvember, 2013

Fréttir

Félagsfundur Félags bókagerðarmanna verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember n.k. kl. 17.00 á Stórhöfða 31, Reykjavík.  Gengið inn neðan við hús (Grafarvogsmegin) Dagskrá Undirbúningur vegna kjarasamninga Önnur mál Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í undirbúningi kjarasamninga. Núgildandi kjarasamningar gilda til 30. nóvember 2013. Reykjavík, 4. nóvember 2013Stjórn Félags bókagerðarmanna

Hjalti Karlsson hlýtur Söderbergs verðlaunin

6. nóvember, 2013

Fréttir

Hin virtu Torsten och Wanja Söderbergs verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn í Gautaborg í 5.nóvember en það er íslenski grafíski hönnuðurinn Hjalti Karlsson hlýtur þau í ár. Verðlaunin eru veitt framúrskarandi hönnuði frá Norðurlöndunum á ári hverju síðan 1994 og í verðlaun eru 1 miljón sænskar krónur. 6. nóvember opnaði svo sýningin „This is […]

Opið hús hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum 5. nóvember n.k.

4. nóvember, 2013

Fréttir

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað aðgang að Lífeyrisgátt, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um öll áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Sjóðfélagar fá aðgang að Lífeyrisgáttinni á heimasíðum lífeyrissjóðanna og nota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefi, sbr. á www.lifeyrir.is. Í tilefni opnunar Lífeyrisgáttarinnar mun skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins í Borgartúni 30 […]

Bridgemót FBM verður haldið 1. desember kl. 13

3. nóvember, 2013

Fréttir

Tvímenningskeppni  verður sunnudaginn 1. desember kl. 13.00 á Stórhöfða 31, gengið inn neðan við hús 1. verðlaun gefa rétt til þátttöku í sveitakeppni á næstu Bridgehátíð 2. verðlaun gefa rétt til þátttöku í tvímenningi á næstu Bridgehátíð 3. verðlaun bókaverðlaunAllir velkomnir, skilyrði fyrir þátttöku er að annar aðili í hverju pari sé félagsmaður FBM Spilastjóri […]

Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál

30. október, 2013

Fréttir

Ályktun formannafundar ASÍ um kjaramál Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir 1. desember n.k. Öll heildarsamtök samningsaðila á almennum og opinberum vinnumarkaði hafa undanfarin misseri metið ávinninginn af því ef efnahagsleg umgjörð kjarasamninga hér á landi væri svipuð og á hinum Norðurlöndunum, þar sem traust efnahagsstjórn tryggir stöðugt gengi og lága verðbólgu. Ljóst er að […]

You Are In Control, ráðstefna

22. október, 2013

Fréttir

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í sjötta sinn dagana 28. – 30. október 2013 í Bíó Paradís.  Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar, hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, kvikmyndagerð og myndlist. Sætafjöldi er takmarkaður en dagskráin er hefur aldrei verið flottari, svo það er um að gera að tryggja sér […]

Ný skýrsla um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

21. október, 2013

Fréttir

Á vegum Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur verið tekið saman mikið efni um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Aðdragandi þess að ráðist var í þessa vinnu var vilji til þess að stíga skref í átt til þeirrar vinnubragða sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum við undirbúning og gerð kjarasamninga. Að samstarfsnefndinni standa fern heildarsamtök launafólks; ASÍ, […]

Margs konar miðlun – Hvernig miðlar þú?

15. október, 2013

Fréttir

Ráðstefna um fjölbreyttar leiðir til samskipta við viðskiptavini. IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins boða til ráðstefnu um fjölbreyttar leiðir til samskipta við viðskiptavini föstudaginn 25. október nk. á Grand hótel. Þrír sérfræðingar mæta á staðinn og flytja erindi um margs konar miðlun ásamt því að taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum. SKRÁNING HÉR Almennt […]

Nýr bústaður með aukahúsi til sölu í miðhverfi í Miðdal

14. október, 2013

Fréttir

Stærra húsið er 56,3 fm með þremur svefnherbergjum, baðherbergi, geymslu og geymslulofti, það minna 12,6 fm með salerni.  Rafmagn, kalt vatn og stór hitakútur. 1658 fm lóð, ca 70 fm verönd og frábært útsýni. Ekki er búið að klæða húsin að fullu að innan. Tilboð óskast, sími 8684946 – Hörður, netfang: hordur@vinbudin.is.

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið

11. október, 2013

Fréttir

Reykjavík 9. október 2013 Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með áherslur nýrrar ríkisstjórnar eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið ber þess merki að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að rýra verulega tekjustofna ríkisins. Þannig var veiðileyfagjald útgerðarinnar lækkað um milljarða á sumarþingi og virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna lækkaður. Þá er boðað að afnema eigi auðlegðarskatt […]

Póstlisti