Fréttir

Margs konar miðlun – Hvernig miðlar þú?

15 okt. 2013

Ráðstefna um fjölbreyttar leiðir til samskipta við viðskiptavini.

tre
IÐAN fræðslusetur og Samtök iðnaðarins boða til ráðstefnu um fjölbreyttar leiðir til samskipta við viðskiptavini föstudaginn 25. október nk. á Grand hótel. Þrír sérfræðingar mæta á staðinn og flytja erindi um margs konar miðlun ásamt því að taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum.

SKRÁNING HÉR

Almennt verð: 12.500 kr.
Félagar í Iðunni: 6.500 kr.
    
Dagskrá:

13:00-13:10
Orri Hauksson framkvæmdastjóri SI opnar ráðstefnuna.

13:10-14:10
Kazuyoshi Suga – Communications Factory Pte Ltd. Suga fjallar um hvernig nota má samfélagsmiðla til að ná til viðskiptavina og miðla skilaboðum með góðum árangri.

14:10-15:00
Ingi Rafn Ólafsson – sviðsstjóri prenttæknisviðs IÐUNNAR fræðsluseturs. Prentmiðlun. Hvað virkar og hvað ekki í prentmiðlun? Hvar eiga prentmiðlar erindi?

15:00-15:30
Kaffi – tengslamyndun og kynningar frá samstarfsaðlilum

15:30-16:30
M.J. Anderson – Trekk. Hvað er margmiðlun? Hvernig er efni miðlað með margs konar móti svo eftir sé tekið?

16:30-17:00
Umræður og fyrirspurnir

17:00-18:00
Tengslamyndun og léttar veitingar, kynningar frá samstarfsaðilum.

Til baka

Póstlisti